Pink Floyd – The Wall part I

Góðan daginn !! mig langaði að skrifa smá gagnrýni um snilldarplötuna The Wall með hljómsveitinni Pink Floyd.

In The Flesh
Þetta lag byrjar á rólegum undirleik sem heyrist mjög dauft,alveg eins og síðasta lagið á plötunni (Outside the wall), en svo kemur flott og þungt E og þunga lagið In The Flesh byrjar. Skemmtilegt fyrst þegar ég hlustaði á það hækkaði ég allt í botn vegna þess hve dauf byrjunin var og brá svo allsvakalega við þunga E-ið. Þetta er mjög flott lag sem sýnir vel fram á að Pink Floyd geta spilað mjög fjölhæfa tónlist.
Einkun: 9 af 10

The Thin Ice
Byrjar á kakka grenjandi en svo kemur flottur söngur hjá Gilmournum með töff undirleik á hljómborð. Svo kemur Rogerinn inní með eitt stk vers. Eftir annað vers byrja svo lætin töff melódískur gítar og þungur taktur. Þungi parturinn er þó bara stuttur og endar lagið með byrjuninni á Another Brick In The Wall ,Part I,
Eink: 8 af 10

Another Brick In The Wall part I
Hér kemur fyrsta tengingin á plötunni sem Pink Floyd eru þekktir fyrir. Lagið er rólegt með delay á gítarnum mjög töff. Lagið fjallar um að Pabbi Pinks (aðalpersónan í The Wall bíómyndinni) sé farinn yfir sjóinn í smá stríð eða í öðrum orðum seinni heimstyrjöldina. Lagið er mjög töff og þægilegt að hlusta á það þó að það sé mjög sorglegt.
Eink: 8,5 af 10

Happiest Days Of Our Lives
Byrjar á tengingu síðan kemur þyrla inní maður kallar ,,You!!! Yes you!!! Stand still laddie!!”. Bassinn sparkar inn og lagið verður heavy töff. Ég kynntist þessu lagi samt ekki almennilega fyrr en ég sá Roger Waters In The Flesh tónleikana. Mæli með þeim þeir eru magnaðir
Eink: 9 af 10
Live Eink: 10 af 10

Another Brick In The Wall part II
Hittarinn á Plötunni og er alveg fínt lag en ef maður fílar plötuna er þetta sísta lagið. Það er gaman að spila það á gítar með bassa undir því bassinn er snilld í þessu lagi. Þetta lag fjallar um Þegar Pink fer í skóla og finnst það vera algjört völundarhús þar sem maður veit ekkert hvað gerist í næstu beygju klessir maður á vegg eða kemst maður áfram. Mæli með The Wall kvikmyndinni með comentum fram Roger Waters og Alan eitthvað.
Eink: 6,5 af 10

Mother
Magnað lag rólegt og flott. Í þessu lagi fjallar Roger Waters (textahöfundur) um hversu mikið mæður ofvernda börn sín að það sé orðið hálfgert vandamál. T.d.
Momma’s gonna check out all your girlfriends for you.
Momma won’t let anyone dirty get through.
Momma’s gonna wait up until you get in.
Momma will always find out where you’ve been.
Momma’s gonna keep baby healthy and clean
Fínt dæmi
Eink: 9 af 10

Goodbye Blue Sky
Vá!!!! Varla hægt að lýsa því meira en maður reynir. Byrjar á töff kassagítarleik, pikkaðir hljómar, og síðan mjög töff söngur og þegar Goooooodbye bluue sky !! kemur minnir það mig og vini mína alltaf á Goodbye Ruby Tuesday lagið. Þetta lag fjallar um stríð aðalega og afleiðingar þess. Mjög flott í kvikmyndinni þegar maður sér fuglinn sem breytist í þýska herþotu sem brotlendir og í myndinni getur maður séð þegar þotan flýgur yfir London Bridge að mig minnir
Eink: 9,5 af 10

Empty Spaces
Hmmmm þetta er vel drungalegt lag sem dáleiðir mann með öfugum skilaboðum. Þetta lag fjallar um Pink að byggja vegginn í kringum tilfinningar sínar og “líka bara vegginn sjálfan og hvað hann gerir breytir blómum í gaddavír og gera menn að ófreskjum” segir Roger í Comentry-inu á myndinni. Þungt lag sem margir reyna að forðast.
Eink: 9 af 10

Young Lust
Pink er orðinn frægur tónlistarmaður og alveg á kafi í “Drugs, Sex and Rock’n’Roll” og geðveikt stuð. Lagið minnir mig alltaf á AC/DC tónlist og örugglega þess vegna sem ég fíla það ekki.
Eink: 6,5 af 10

One Of My Times
Byrjar rólega á að Pink syngur um að hann sé að fá kast. Plaff lagið verur mjög þungt og geðsýkislegt þar sem Pink tapar alveg glóruni og fælir grúppíuna sína út úr hótelherbergi sínu. Mjög skemmtilegt lag sem gerir mann hálfruglaðann og ef einhver hljómsveit getur gert mann ringlaðan þá hlýtur hún að vera góð
Eink: 9 af 10

Don’t Leave Me Now
Þetta er mjög þunglyndislegt lag sem gerir mann þungann og þreyttann alveg ótrúlegt hvað Pink Floyd geta. Þetta lag fjallar um Pink þar sem hann er læsir sig inná hótelherberginu sínu búinn að rústa því og í algjöru þunglyndiskasti. Enn og aftur þar sem tónlistin bara tónlistin endurspeglar hvernig Pink Líður alveg ótrúlegt. Maður gæti bara hlustað á tónlistina og verið spurður ,,um hvað fjallar þetta” og maður myndi segja örugglega þunglyndi.
Eink: 8,5 af 10

Another Brick In The Wall part III
3. kaflinn í þessari seríu og pottþétt sá þyngsti mjög stutt og laggott lag. Pink alveg að klára vegginn sinn og segist ekki þurfa á neinu að halda.
Eink: 8 af 10

Goodbye Cruel World
Jæja Platan að verða hálfnuð og Pink að leggja lokahönd á vegginn sinn og kemur hér kveðjusöngur hans til ranveruleikans. Aðeins spilað á bassa í þessu lagi en kemur vel út. Flott á tónleikunum í Berlín með Roger Waters þegar hann segir “Goodbye” í síðasta sinn þá fer síðasti múrsteinninn í vegginn. Og þannig endar plata 1


Takk fyri
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox