Pink Floyd - Dark Side Of The Moon Þetta meistaraverk frá Pink Floyd kom út árið 24. mars 1973 og er af mörgum talin besta verk rokksögunnar, platan sem færði þeim fyrst heimsfrægð.

Platan byrjar á Speak To Me/Breathe sem er góð byrjun á disknum, flott undirspil og söngurinn ekki síðri, eitt af mínum uppáhaldslögum. Á eftir fylgir lagið On The Run, sem er dálítið ólíkt öðrum Pink Floyd lögum, brjálaðir effectar og rosalega flott, en óvenjulegt lag.

Næsta lag Time er eitt af mínum uppáhalds á plötunni. Það er eins og nafnið bendir til um tíma sem fólk hefur mismikið af. Lagið byrjar á klukkum að slá og hringja og síðan byrjar það á orðunum “Ticking away the moments that make up a dull day”, en hljóðfæraleikurinn er einnig fullkominn í mögnuðu lagi.

Næst kemur lagið The Great Gig In The Sky, það byrjar á píanóspili, svo talar Waters um að hann sé ekki hræddur við að deyja, hann muni hvort eð er gera það einhvern tímann, og svo er kona að nafni Claire Torry sem syngur, eða “Aaaaa-ar” þar sem það er enginn sérstakur texti í þessu annars frábæra lagi.

Næsta lag, Money er líklega frægasta lag plötunnar að því sem ég best veit, byrjar á flottri bassalínu hjá Waters. Lagið sjálft er um peninga eins og nafnið gefur til kynna, einnig frábær gítarleikur hjá Gilmour. Mitt næst uppáhaldslag plötunnar.
Næst fylgir lagið Us And Them, sem er lengsta lag plötunnar. Frekar rólegt lag, sem ég gjörsamlega elska, ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á það, ótrúlega flott undirspil og textinn, saminn af Waters eins og nær allir textar þeirra, magnaður, eins og reyndar allir tetxar plötunnar.

Nú er komið að laginu Any Colour You Like. Þetta er instrumental lag, sem mér finnst reyndar vera slakasta lag plötunnar, en þrátt fyrir það er þetta ágætis lag, ekkert sem maður spólar yfir, en ég hef ekkert meira um það að segja.

Næst kemur að mína uppáhaldslagi á plötunni, Brain Damage, byrjar á orðunum “The lunatic is on the grass”, þetta lag er frábært í alla staði, textinn, undirspilið, söngurinn allt. Svo má ekk gleyma, geðveikislega hlátrinum og svo það sem lætur mig fá gæsahúð, þessi setning “I’ll see you on the dark side of the moon”, magnað lag.
Þessu er svo fylgt eftir með lokalaginu, Eclipse, sem inniheldur reyndar frekar einhæfan texta, en þó flottan. platan endar síðan á þessum mögnuðu orðum: “There is no dark side of the moon really. Matter of fact it’s all dark.” Sem merkir að veiki geðveikra er ekki hluti af lífi þeirra, heldur líf þeirra.

Í heildina er þetta meistaraverk sem allir rokkaðdáendur ættu að eiga. Lögin sem að mínu mati standa uppúr eru Time, Money, Us And Them, Brain Damage og Eclipse og fær hún fullt hús stiga, hvort sem það er *****/***** eða 10/10…

Kv,
Massimo