Pink Floyd – Wish You Were Here Ég vil biðjast afsökunar á innsláttarvillum en ég er í gifsi á hægri hendinni svo það gætu leynst villut.

Pink Floyd – Wish You Were Here

15 september 1975, tvemur árum eftir að Pink Floyd gáfu út meistaraverkið The Dark Side Of The Moon, kom út ný plata með þeim sem fékk heitið Wish You Were Here. Hún var tileinkuð Syd Barrett, fyrrum gítarleikara og söngvara hljómsveitarinnar sem varð geðveikur vegna ofnotkunar á LSD. Platan inniheldur 5 lög sem eru hver öðru betri.

Lagalisti

1. Shine on You Crazy Diamond, Pts. 1-5 (Gilmour/Waters/Wright) - 13:40
2. Welcome to the Machine (Waters) - 7:31
3. Have a Cigar (Waters) - 5:08
4. Wish You Were Here (Gilmour/Waters) - 5:34
5. Shine on You Crazy Diamond, Pts. 6-9 (Gilmour/Waters/Wright) - 12:31

Shine On You Crazy Diamond, Pts. 1-5
Lengsta lag plötunnar, tæpar 14 mínútur. Það byrjar á löngu upphafsspili, sem er mjög flott en einnig mjög langt og það hafa kannski ekki allir þolinmæði til að hlusta á það. En eftir tæpar 9 mínútur byrjar söngurinn á orðunum ,,Remember when you were young, you shone like the sun. Shine on you crazy diamond” og maður fær gæsahúð af því að hlusta á það. Þetta er magnað lag.
9/10

Welcome To The Machine
Þetta lag er eitt af mínum uppáhalds Pink Floyd lögum, mjög flott undirspil og textinn, sem ég veit ekki um hvað er um, er ágætur. Þetta lag er nokkuð flott og gef ég því einkunnina:
8/10

Have A Cigar
Þetta lag er áhugavert að því leiti að Roy Harper syngur það, ég þekki hann ekki mikið nema þá að hann er breskur tónlistarmaður sem spilar á gítar og syngur og er að mestu leiti að gefa út sólóplötur. Þetta lag er að mínu mati slakasta lag plötunnar, ekki það að það sé lélegt, heldur eru bara svo feikigóð lög á henni. Roy hefur þau áhrif á lagið að það hljómar öðruvísi en hin lögin á plötunni, en samt ágætis lag.
7/10

Wish You Were Here
Titillag plötunnar. Að mínu mati eitt flottasta lag sem hefur verið samið, textinn, lagið, tilfinningin, allt frábært! Ótrúlega flott lag sem er mitt uppáhalds af plötunni, eitt besta,ef ekki besta lag sveitarinnar.
10/10

Shine on You Crazy Diamond, Pts. 6-9
Lokalag plötunnar. Eins fyrri hlutinn, þá byrjar lagið á löngu spili án söngs, aðeins hraðari í þetta skiptið, en ekki jafn langt. Hefst á orðunum ,,Nobody knows where you are, how near or how far. Shine on you crazy diamond.” Og textinn, er eins og flestir vita, um Syd Barret. Magnað lag og ætlaði ég að gefa því 8 í einkun, en eftir að hafa hlustað einu sinni enn á lagið ákvað ég að gefa því:
9/10

Í heildina er þetta frábær plata sem ég gef 9/10 í einkun.

Með kveðju,

Massimo