The Beatles a.k.a White Album 1968

Back In The USSR
Dear Prudence
Glass Onion
Ob-La-Di, Ob-La-Da
Wild Honey Pie
The Continuing Story Of Bungalow Bill
While My Guitar Gently Weeps
Happiness Is A Warm Gun
Martha My Dear
I'm So Tired
Blackbird
Piggies
Rocky Raccoon
Don't Pass Me By
Why Don't We Do It In The Road
I Will
Julia

Birthday
Yer Blues
Mother Nature's Son
Everybody's Got Something To Hide Except For Me And My Monkey
Sexy Sadie
Helter Skelter
Long Long Long
Revolution 1
Honey Pie
Savoy Truffle
Cry Baby Cry
Revolution 9
Goodnight

1. Back In The U.S.S.R.
Aftur í Sovétríkin… Glæsileg byrjun á snilldar plötu ekki mikið að segja.

2. Dear Prudence
Persónulega þá finnst mér þetta lag ekki vera neitt spes. Kannski að það passaði betur á Abbey road.

3. Glass Onion
Þarna er John að syngja um Bítlana, jafnvel að niðurlægja þá en samt fínt lag.

4. Ob-La-Di, Ob-La-Da
Eitt af frægustu Bítlalögunum og eitt af mínum uppáhalds. Eitt það besta sem Paul hefur samið að mínu mati.

5. Wild Honey Pie
Dregur þessa plötu soldið niður. Þetta getur stundum verið skemmtilegt fer bara eftir hvernig stuði maður er í.

6. The Continuing Story Of Bungalow Bill
Ég get alltaf hlegið af ?He went out tiger hunting with his elephant and gun
In case of accidents he always took his mom? þetta lag er stórskemmtilegt rugl.

7. While My Guitar Gently Weeps
Án efa það besta sem George samdi. Fæ gæsahúð þegar ég hlusta á sólóin.

8. Happiness Is A Warm
Annað snilldar lag. Byrjar rólegt og verður síðan fjörugt.

9. Martha My Dear
Fínt lag…. samt ekkert spes

10. I'm So Tired
Rólegt lag þar sem að John bölvar Sir Walter Raleigh
?He was such a stupid get.? (Ég þarf að grafa upp hver hann var. Veit einhver hver hann er/var?)

11. Blackbird
Fyrst hélt ég að þetta væri um fuglinn en síðan fann ég það út að þetta er um black bird (Bretar nota oft bird yfir stelpu). Þetta lag er 100% Paul

12. Piggies
Snilldar texti við þetta fína lag. Annað meistaraverk George á plötunni.

13. Rocky Raccoon
Mörgum finnst þetta vera eitt slappasta lag bítlana en persónulega þá finnst mér þetta frábært lag. Ég held að Paul hafi verið eitthvað þunglyndur/leiður þegar hann samdi þetta lag



15. Don't Pass Me By.
Þetta er fyrsta lagið sem Ringo semur á Bítlaplötu einnig syngur hann þetta stórskemmtilega lag.

16. Why Don't We Do It In The Road?
Frekar slappt lag samt nær það einhverveginn að vera mjög gott. Textinn er ekki mikill:
Why don't we do it in the road?
No one will be watching us

17. I Will
Annað týpískt McCartne lag, rólegt og flott.

18. Julia
Þarna er John að syngja um móðir sína hana Júliu. Mjög fallegt og hjartnæmt lag.

Plata 2

1. Birthday
You say it's your birthday
It's my birthday too?yeah
Þetta leg er um Julian son John?s þeir eiga afmæli sama dag þ.e. þann 9. Október.

2. Yer Blues
Mjög svo slappt lag. Þetta er eina lagið á white album sem ég hef spólað yfir.

3. Mother Nature's Son
Fallegt og rólegt lag. Ekki meira hægt að tjá sig um það.

4. Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey
Shankar Indverski gúrúinn sagði alltaf ?Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey? og John tók sig til og samdi lag um þetta. Svakalega fjörugt og skemmtilegt lag.

5. Sexy Sadie
Þetta lag gæti nú verið betra haft kanski sóló og meiri tilbreytingu.. Hef persónulega aldrei fýlað þetta lag svakalega.

6. Helter Skelter
Eitt rokkaðasta lag bítlana mjög skemmtilegt. Það hefur verið sagt að þeir hafa verið að herma eftir the who en ég held að Paul hafi bara verið í góðu stuði.

7. Long, Long, Long
Mjög fallegt Harrison lag. Get ekki sagt meira

8. Revolution 1
Skemmtilegt lag. Það er til í 2 útgáfum hægt og hratt. Þetta lag er hægt en hraða útgáfan er á Hey Jude plötunni.

9. Honey Pie
Þetta lag er fínt. Get ekki sagt mikið.

10. Savoy Truffle
Ég hef oft hlustað á þetta lag og reynt að hlusta á textann og reyna að fatta hann. En þetta er náttúrulega snilldar lag úr smiðju Gogga

11. Cry Baby Cry
Fallegt lag, þegar ég er í rólegu stuði þá get ég hlustað á þetta lag aftur og aftur.

12. Revolution 9

Viðbjóður… ég kenni Yoko um þetta.

13. Good Night
Þetta lag samdi John sem vögguvísu fyrir Julian en Ringo syngur lagið.