Nú er mér öllum nóg!

Um daginn var ég staddur hjá félaga mínum í hádegishlé og hann er með FM 95.7 í botni einsog honum einum er lagið.

Viti menn, allt í einu kemur eitt þekktasta og líklega eitt áhrifamesta lag gullaldarinnar fyrr og síðar. Another Brick on the Wall eftir Pink Floyd í eitthverri svaka techno/trans útgáfu eftir Eric Prydz sem gerði Call on Me frægt hér um árið.

Ég spyr svo ekki sé talað um hræðilega meðferð á slíkri klassík, ætlu Pink Floyd menn séu sáttir við þennan viðbjóð? Ætli þeir hafi gefið Eric Prydz eða hvað hann nú heitir grænt ljós á að eyðileggja lagið þeirra svona. Önnur spurning líka, hafið þið heyrt þetta lag (í flutningi Prydz) og hvað finnst ykkur um þetta?

Kv. Ekki sáttur Pink Floyd/gullaldar aðdáandi