Ég er búinn að vera að hlusta á plötuna Amused to death með Roger Waters sem kom út 1992. Hún er snilld og jafnast allavega á við margar góðar Pink Floyd plötur. Reyndar eru þær allar góðar nema kannski stúdíoparturinn af Ummgumma. Final Cut sem kom út með Pink Floyd en var í raun veru bara sólóplata Roger Waters var ekki alveg nógu góð. Ekki nógu gott jafnvægi á þessari plötu. En hins gengur allt upp hér. Það hefur farið taugarnar í mér þegar er verið að segja að Pink Floyd hafi
bara verið Roger Waters o.sfrv. A Momentary laps of reason fær 4 stjörnur hjá mér, mitt álit. The Division Bell fær 4,5 stjörnur hjá mér. Þannig að mér finnst Pink Floyd án Roger Waters. Mjög góð. Í rauninni bara gott að hann skyldi hafa hætt þ.e.a.s ef það hefðu komið fleiri plötur svipaðar Final Cut. Sóló plata Roger Waters Pros and Cons of the hitcking er fín og Radio Kaos leynir á sér lög eins Radio Kaos, Who Nedd Information og Tide is turning er mjög góð. En svo er komið að snilldinni. Amused to Death öll lögin er mjög góð en lögin sem standa upp úr eru Amused to Death, The Bravery of being out of range, Perfect sense part 1 0g 2 og að lokum What god Wants part 1,2 og 3. Þarna fer Roger Waters aftur að minna á Pink Floyd. Næstum fullt hús. David Gilmour hefur líka átt góðar sólóplötur og eflaust margir hér sem finnst nýjasta sólóplatan On An Island mjög góð. Ef maður ber þær saman eru þær frekar ólíkar. Roger Waters er einhvern veginn kraftmeginn með frábæra texta og Jeff Beck á gítar. David Gilmour er rólegri þrjú lög af 10 eru instrumant(ekki rétt stafað) Fysta lagið,Castellorizon váa þvílík snilld. Fullt af sólóum á plötunni og Richard Wright lítur í heimsókn í lögunum On An Island og The Blue. Þótt það séu ekki miklir möguleikar á því en ef Pink Floyd mundi gera nýja plötu yrði hún án vafa mjög góð.

Jæja þá er ég hættur

Endilega koma með ykkar álit og skítköst. Ég meina hver stoppar ykkur við koma með skítköst


Bætt við 21. nóvember 2006 - 22:26
Hefði átt ýta á Enter einhvers staðar í textanum þá hefði verið þægilegra að lesa hann. Þannig að það þarf ekki að minna mig á greinaskil