Ég er núna bara ný kominn heim af þessum tónleikum sem voru bara fínir en það sem mér fannst gera þá flotta var fiðluleikarinn. Ég þekki ekki mikið af lögum Ian Anderson eða Jethro Tull en uppáhalds lagið mitt með þeim er Aqualung. Svo lokksins þegar þau taka það eru fiðlurnar sem spila aðal riffið sem er það sem gerir lagið flott að mínu mati en var ekki alveg að virka þarna. En það sem toppaði allt á þessum tónleikum var þegar þau tóku Kashmir með Led Zeppelin og svo tók fiðluleikarinn gitarsóloið í Whole Lotta Love á fiðluna. Ian Anderson var lika með sma stand up og fékk mig allavegana til að springa úr hlátri. Fóru einhverjir aðrir á þessa tónleika og hvað fannst ykkur?