Jæja gullaldarmenn, ég var svona að velta fyrir mér dálitlu, hvaða “núlifandi” hljómsveitir eru menn að fíla hérna (ég veit að u2, Stones og Paul McCartney eru ennþá starfandi en ég er ekki að meina það).

Það er alltaf verið að tala um gömul bönd (og allt í fínasta með það) en þið hljótið nú að fíla einhverjar nýrri hljómveitir. Einhverjar sem eru ennþá að gefa út efni, helst ekki eldri en 15 ára.

Persónulega finnst mér The Mars Volta og White Stripes bestu nústarfandi hljómsveitirnar.

En hvað finnst ykkur??