The Rolling Stones 1961-1971: Kynlíf, eiturlyf, dauði og Rokk & Ról Eitthvað sull sem maður sauð saman á yngri árum. Langaði bara að deila þessu með ykkur.
__________

Inngangur.

Hljómsveitin The Rolling Stones er sú rokk hljómsveit sem hefur lifað lengst. Hún hefur grætt meira en allar aðrar hljómsveitir á tónleikaferðum og hefur hún verið kölluð heimsins besta Rock & Roll hljómsveitin síðan seint á sjöunda áratugnum og á hún þann titil skilið. Hljómsveitin er oft talin vera andstæðan við Bítlana, með sín hráu, hörðu blús-rokk lög. Þeir byrjuðu að spila cover lög frá tónlistarmönnum eins og Chuck Berry, Muddy Waters, Larry Williams og fleirum. Þótt Mick Jagger og Keith Richards séu oft taldir bestu “laga höfundar” heims, hefur önnur tónlist oft haft áhrif á þá líka. Enda má sjá mikinn breytileika milli laga þeirra og er augljóst að þeir hafa prófað margar tegundir af tónlist. Hinsvegar er blús-rokk þar sem þeir byrjuðu, og blús-rokk er það sem þeir semja í dag.

Sveitin hefur verið uppi frá 1961, og sagði Keith Richards eitt sinn í gríni (Þegar var verið að tala um hversu lengi sveitin hafði verið uppi) “You have the sun, you have the moon, you have the air that you breathe - and you have the Rolling Stones!”. (Hector, 1995, Bls: 128)
Mick Jagger hefur gefið lögum sveitarinnar sinn stórkostlega söng, Keith Richards hefur svo gefið sitt glæsilega gítarspil og Charlie Watts hefur spilað á trommur frá því að sveitin steig sín fyrstu skef. Þetta eru þeir þrír meðlimir sem hafa alltaf verið í sveitinni. En má þó alls ekki gleyma mönnum eins og Brian Jones sem spilaði á hvorki meira né minna en 30 hljóðfæri á tímum sínum í sveitinni eða Bill Wyman sem var sárt sakknað er hann yfirgaf hljómsveitina.
Hér verður svo fjallað um fyrstu 10 ár sveitarinnar. Það má deila um hver séu bestu eða verstu ár þeirra. Hinsvegar ætla ég að tala um hvernig þeir byrjuðu, og hvað gerðist í sögu þeirra á þessum árum.


Fyrstu árin 1961-1967

Hljómsveitin var formlega stofnuð árið 1963 en þetta byrjaði þó allt fyrr. Það var árið 1961 sem fyrrverandi skólafélagar Mick Jagger (Skýrður: Michael Philip “Mick” Jagger) og Keith Richards hittu Brian Jones (Skýrður: Lewis Brian Hopkin-Jones). Upprunalegu meðlimirnir voru Mick Jagger (Söngvari), Brian Jones (Gítarleikari), Keith Richards (Gítlarleikari), Ian “Stu” Stewart (Píanóleikar), Charlie Watts (Trommuleikari) og Dick Taylor (Bassaleikari). Hinsvegar yfirgaf Taylor hljómsveitna stuttu seinna til að fara í listaskóla. Í stað hans kom Bill Wyman (Fæddur: William George Perks). Þeir höfðu allir mikinn áhuga á Blús tónlist og æfðu þeir stanslaust og stuttu seinna spiluðu þeir í fyrsta sinn opinberlega á klúbbnum The Marquee Club í London.

Breska pressan fór fljótt að fjalla mikið um þá og vinsældir þeirra jukust. Í Apríl 1963 kom maður að nafni “Andrew Loog Oldham” að ræða við þá og bauð hann þeim samning við markaðsfyrirtæki sitt. Mánuði seinna gerðu þeir útgáfusamning við fyrirtækið “Decca Records” í gegnum Oldham. Þess má geta að eigandi Decca Records á þeim tíma var frægur fyrir að hafna Bítlunum á tímabili.

Stuttu seinna kom út fyrsta smáskífa sveitarinnar sem innihélt lagið “Come On” eftir “Chuck Berry”. Það var einnig á þessum tíma sem Oldham tók Ian Stewart úr hljómsveitinni.
Hann hélt áfram að spila með þeim en Oldham fannst hann ekki passa inní “Bad-Boy” ímyndina sem hann var að reyna gera úr hljómsveitinni. Eftir þetta var Ian Stewart oft kallaður “The 6th Stone.”
Næsta smáskífa sveitarinnar fékk nafnið “I Wanna Be Your Man” og fór hún í 12. sæti á breska smáskífulistanum og á þessum tíma voru þeir strax farnir að draga að sér hóp af aðdáendum.

Þriðja smáskífa hljómsveitarinnar, “Not Fade Away“ fór alla leið uppí 3. sæti á vinsældarlistum.
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar sem kom út árið 1964 samanstóð einungis af Cover lögum. Platan fékk nafnið The Rolling Stones (Í Bandaríkjunum: England’s Newest Hitmakers) og var þar að finna lög eins og “Route 66” (Eftir Nat King Cole), “Carol” (Eftir Chuck Berry) og “Mona” eftir Bo Diddley. Platan og hljómsveitin á þessum tíma áttu stóran hlut í að kynna blús tónlist fyrir hvítum ungum breskum börnum. Einnig hélt þetta áfram að sýna meðlimi sveitarinnar sem “Bad-Boys” týpur á meðan Bítlarnir voru mun “fínni” strákar. Margar stelpur heilluðust af þessum villtu drengjum og urðu hrifnar af þessari “Bad-Boy” ímynd og varð hljómsveit brátt í uppáhaldi hjá mörgum unglingum.

Næsta platan, sem fékk einfaldlega nafnið The Rolling Stones #2 (Í Bandaríkjunum: Now) og kom út 1965 var einnig nær eingöngu sett saman af Cover lögum. Nokkur lög voru sett saman af Jagger og Richard, sem voru víst læstir inní eldhúsi af Oldham sem neitaði að hleypa þeim út þar til þeir hefðu skrifað eitthvað.
Oldhamn ýtti undir að þeir færu í tónleikarferð um Evrópu og Bandaríkin og spiluðu þeir fyrir fjölda fólks og mikið var um öskrandi unglinga.
Einnig þetta sama ár gaf hljómsveitin út lagið “(I Can’t Get No) Satisfaction” og enn þann dag í dag er þetta eitt frægasta Rokk lag sögunnar.

Það var svo árið 1966 sem platan “Aftermath” kom út sem innihélt lög eins og “Mother’s Little Helper” og “Under My Thumb” og var platan vissulega stór stund í sögu sveitarinnar. Hér fóru meðlimir sveitarinnar fyrst að spreyta sig á mismunandi hljóðfærum enda er Brian Jones vel þekktur fyrir að hafa spilað á meira en 30 hljóðfæri á tímum sínum í sveitinni. Þeir fóru í tónleikaferð um England og var þar tónlistarfólk á borð við “Tina Turner” að hita upp fyrir þá.


Kynlíf, eiturlyf, dauði og Rokk & Ról 1967-1971

Á þessum tíma var hljómsveitin mjög mikið umtöluð og voru þeir oft harðlega gagnrýndir fyrir eiturlyfjanotkun. Árið 1967 voru Keith Richards og Mick Jagger kærðir fyrir hald á ólöglegum fíkniefnum. Það var lögreglan sem réðst inná heimili Richards og fundust þar eiturlyfin. Það hefur aldrei verið staðfest en einnig er talið að Marianne Faithfull (Sem þá var kærasta Mick Jagger) hafi verið þar nakin með súkkulaðisstykki milli fótanna. Þeir fóru fyrir rétt í Júni og var Richards dæmdur í árs fangelsi og 500 punda sekt en Jagger aðeins dæmdur til þriggja mánaðar fangelsisvistar ásamt 100 punda sekt. Dómnum var að sjálfsögðu áfrýjað og mánuði seinna kom fram lokadómur, Mick Jagger slapp með eins árs skilorðsbundinn dóm og Richards fékk engan dóm. Það var á sama ári sem lögreglan réðst inná hemili Brian Jones og fann þar kannabis efni en hann slapp með engan dóm.
Það var stuttu seinna sem þeir komu svo fram í vinsælum enskum sjónvarpsþætti og tóku þar hið umtalaða en samt fræga lag “Let’s Spend the Night Together” og einnig öðruvísi útgáfu af “Ruby Tuesday”.
Í öllum þessum æsingi gáfu “Decca Records” út plötuna “Flowers” sem var “Best Of” plata. Þrátt fyrir alla neikvæða umfjöllun gagnvart hljómsveitinni seldist platan ægilega vel.
Það var einnig þetta ár, 1967, sem þeir gáfu út plötuna “Between the Buttons”.
Þar var líka í Ágúst sem sveitin gaf út lagið “We Love You” en það var til að þakka aðdáendum fyrir stuðninginn á meðan á látunum stóð.

Árið 1968 var greinilegt að sveitin var kominn aðeins nær Blús-rótum sínum þegar þeir gáfu út lagið “Jumpin’ Jack Flash”. Einnig á sama ári í Desember kom út platan “Beggar’s Banquet” en platan átti að koma fyrr. Keith Richard vildi gera plötuna einfalda og þægilega og hafa nánast einungis Blús-Rokk tónlist á henni ((Hector, 1995). Sú plata var gædd stórkostlegu gítar spili Keith Richards ásamt frábærum söng Mick Jagger’s. Á þeirri plötu mátti meðal annars finna hið umtalað og gagnrýnda lag “Sympathy for the Devil” sem er en í dag ekki bara talið besta lag sveitarinnar heldur oft talið besta lag allra tíma. Hinsvegar voru Decca Records á móti myndinni sem sveitin vildi hafa framan á plötunni. En það var mynd af illa förnum klósettbása. Það endaði svo með því að þegar platan kom út var “Cover’ið” alveg hvítt að framan með nafni plötunnar á.

Það var svo árið 1969 sem Brian Jones, stofnandi og leiðtogi sveitarinnar, yfirgaf eða var öllu heldur rekinn frá hljómsveitinni. Hann ætlaði einnig að stofna nýja hljómsveit. Þetta voru hræðilegir tímar þar sem einhver klárasti og fjölhæfasti gítarleikari þeirra tíma var að yfirgefa hljómsveitina.
Nokkrum dögum seinna tilkynnir sveitin nýja gítarleikarann sinn; Mick Taylor. Hann átti að spila í fyrsta sinn með sveitinni 5. júli.
3. júlí lést Brian Jones og snerust fyrstu tónleikar Mick Taylor aðalega um Brian Jones.
Svo í Desember á sama ári kom platan Let it Bleed og mátti þar finna meira af Blús-Rokki með lögum eins og “Gimme Shelter” og “Midnight Rambler”. Þetta ár hélt sveitin líka sína fyrstu tónleikaferð í Bandaríkjunum síðan 1966.
1971 rann samningur sveitarinnar við Decca Records út og stofnuðu þeir sitt eigið útgáfufélag sem þeir skýrðu “Rolling Stones Records”. Þetta ár kom líka út platan Sticky Fingers sem er mikil rokk plata en má þó finna eitt frægasta og rólegasta lag þeirra þar líka eða “Wild Horses”.




Lokaorð.

Textabrotið hér að neðan er svo úr laginu Sympathy for the Devil sem er á plötunni Beggar’s Banquet. Platan kom út árið 1968 og var hún nokkuð umtöluð á þessum tíma, og þá sérstaklega þetta lag, Sympathy for the Devil. Margir héldu núna að meðlimir sveitarinnar væru djöfladýrkendur enda gaf nafn lagsins það til kynna. Hinsvegar var málið ekki þannig snúið. Í textanum er mannkynið djöfullinn og mætti í raun segja að það sé alveg rétt. Sympathy for the Devil er oft, eins og ég hef áður tekið fram, talið eitt besta lag allra tíma. Og er þá að hluta til átt við textann sem er talinn hreint og beint stórkostlegur. Enda eru Mick Jagger og Keith Richards taldnir með bestu lagahöfundum heims.
Þetta textabrot, sem ritgerðin verður enduð á er afskaplega sterk og góð setning.

”Ive been around for a long, long year
Stole many a mans soul and faith
And I was round when jesus christ
Had his moment of doubt and pain
Made damn sure that pilate
Washed his hands and sealed his fate."















Heimildarskrá:

http://www.allmusic.com

http://www.rollingstones.com

The Complete Guide to the Music of the Rolling Stones (1995). Rithöfundur: Hector, James, 1995.