:: Beach Boys - PET SOUNDS Pet Sounds er talið af mörgum eitt af meistaraverkum Beach Boys.
Þessi plata er númer 12 í röðinni af þeim sem þeir gáfu út.

Pet Sounds var gefin út árið 1966 af Capitol Records um það leiti sem að hippamenningin var að festa rótum í Bandaríkjunum og ný viðhorf í garð tónlistarinnar og lífsins sjálfs var að ganga yfir.
Þessi plata kom út í kjölfar þess að Brian Wilson hætti að spila með Beach Boys á tónleikum og fór hann að einbeita sér að því að semja og taka upp lög í stúdíóinu og hafa meiri tíma til að einbeita sér að lögum þar.
Það sem einkennir þessa plötu er hversu mikið Brian Wilson gerði mikið úr því að hafa aukahljóð og slagverk, eitthvað sem hafði ekki verið þekkt áður í vinsælum popp lögum.
Brian var maðurinn á bakvið þessa plötu, hann útsetti plötuna og sá um flest það sem tengdist henni í sambandi við upptökur og fleira í þeim dúr.
Það var einmitt ein af ástæðum þess að hann hætti að spila með Beach Boys á tónleikum að hann vildi gefa sér meiri tíma í þessa plötu og gera hana að meistaraverki.
Lögin voru samin af þeim félögum og einnig fékk Brian textasmiðinn Tony Asher til að semja texta fyrir lögin.

Platan sjálf var tekin upp á 4 mánaða tímabili í helstu stúdíóum í Los Angeles og með mjög færum lánspilurum líkt og jazz gítarleikaranum Barney Kessell og trommuleikaranum Hal Blaine.
Brian tók alltaf aðal upptökurnar upp í mono en það var vegna þess að honum fannst að hlustandinn ætti að geta heyrt lagið eins og það væri hvar sem hann væri og einnig ef að hann væri aðeins með einn hátalara.


Það sem gekk á í hausnum á Brian, var andlega ofbeldið og það sem hann hafði mátt þola frá föður sínum og allt álagið skilaði sér mikið útí tónlistina og endurspeglaðist það bæði í lögum og textum á plötunni.

Þegar Pet Sounds kom út fékk hún blendnar viðtökur hjá fólki en hún sló samt sem áður í gegn þrátt fyrir að vera þyngri og alvarlegri heldur en fólk hafði áður heyrt með þeim, í staðinn fyrir gömlu slagarana “Surfin’ Safari” og “California Girls” sem fjölluðu oft á tíðum hitt kynið og hvernig allt lék í lyndi á ströndinni þá voru lög líkt og “Don't Talk” og “God only knows” sem voru mun þyngri kantinum og meira alvarlegri.

En með þessari plötu urðu vissulega tímamót, því nú var lagður miklu meiri metnaður í sjálfa tónlistina í stað þess að hafa lögin einföld og auðveld í uppsetningu og nú voru komin flókin samspil hljóða í bakrunni, sem vissulega kryddaði tónlistina og gerði hana tilkomu meiri.

Það sem gekk á í hausnum á Brian, andlega ofbeldið það sem hann hafði mátt þola frá föður sínum og allt álagið skilaði sér mikið útí tónlistina og endurspeglaðist það bæði í lögum og textum á Pet Sounds.

Á Pet Sounds má finna lög sem fylgt hafa Beach Boys lengi vel og hljómað í eyrum almennings frá útkomu plötunnar, lög eins og “God Only Knows”, “Wouldn't It Be Nice”, “I'm Waiting For The Day” og “I Know There's an Answer” sem öll eru lifandi góðu lífi í dag og eru brot af þeirra perlum.

Enginn vafi er á því að Pet Sounds hafi gefið smjörþefinn af því sem á eftir kom hjá hippunum með meiri og flóknari pælingum.
Nú til dags er ennþá litið til Pet Sounds þegar talað er um bestu plötur allra tíma.

Árið 1999 var gefinn út pakki sem inniheldur frumupptökur í mónó og þar sem hægt er að heyra röddunina sér og samtöl inní stúdíóinu og fleir aukadót sem vert er að skoða.

Hér ber svo að lýta lagalistann af plötunni sjálfri:

Pet Sounds (1966)
1. “Wouldn't It Be Nice” (Asher/Love/Wilson)
2. “You Still Believe in Me” (Asher/Wilson)
3. “That's Not Me” (Asher/Wilson)
4. “Don't Talk (Put Your Head on My Shoulder)” (Asher/Wilson)
5. “I'm Waiting for the Day” (Love/Wilson)
6. “Let's Go Away for A While” (Wilson)
7. “Sloop John B.” (Traditional)
8. “God Only Knows” (Asher/Wilson)
9. “I Know There's an Answer” (Love/Sachen/Wilson)
10. “Here Today” (Asher/Wilson)
11. “I Just Wasn't Made for These Times” (Asher/Wilson)
12. “Pet Sounds” (Wilson)
13. “Caroline, No” (Asher/Wilson)


//Heimildir
www.allmusic.com
www.answer.com
ofl.


:: Guðmundur Þór Gunnarsson