John Bonham fæddist árið 1948 í bænum Redditch á Englandi. Þegar hann var lítill þá trommaði hann á potta og pönnur mömmu sinnar. Hann batt oft víra utan um kaffidollur og notaði dollurnar sem sneriltrommur. Hann fékk fyrstu trommuna sína 10 ára og fljótt eftir það var hann kominn með fyrsta trommusettið sitt. Það var notað sett sem pabbi hans valdi fyrir hann, og John hugsaði um settið eins og barnið sit. John sagði oft að fara illa með trommusettið sitt væri væri næsta þrep fyrir neðan misþyrmingu á börnum. Fyrsta bandið hans varð til í grunnskóla og hét það Terry Web and the Spiders. Hann var þá ekki kominn með þann harða og hraða stíl sem hann varð síðar frægur fyrir.

Hann spilaði seinna með mörgum hljómsveitum á svæðinu t.d. The Nicky James Movement, A Way Of Life, og Steve Brett and the Mavericks. Þegar hann var 18 ára hitti hann draumakonu sína, Pat. Pat var treg til þess að giftast honum því hún hélt að hann myndi ekki ‘meika’ það.

John hélt samt áfram að sannfæra hana um það að hann myndi ‘meika’ það. Stuttu eftir þetta þá hitti hann ungan söngvara að nafni Robert Plant og þeir stofnuðu hljómsveitina The band of Joy. Hljómsveitin hætti eftir stuttan tíma og John fór til að spila annarsstaðar. Kvöld eitt leitaði gítarleikari til hans að nafni Jimmy Page. Jimmy hafði fengið Robert Plant með sér í nýju hljómsveitina sína sem hét first The New Yardbirds og Robert hafði sagt Jimmy frá John. John gekk til liðs við þá. Og þá var hljómsveitin formlega stofnuð, og sagði Keith Moon við þá “You’ll go over like a Lead Zeppelin,” og þeir breyttu nafninu sínu í Led Zeppelin eftir að hafa heyrt hann segja þetta.

24.September 1980 fór John á fyllerí. Hann hafði alltaf verið þekktur sem mikill drykkjumaður. Hann fékk sér 40 vodkaskot á aðein 4 tímum. Hann settist í leigubíl og fór heim til Jimmy Page þar sem einn af róturum Led Zeppelin leiddi hann í rúmið. Um nóttina ældi hann þegar hann var meðvitundarlaus og kafnaði í sinni eigin ælu. John Paul Jones kom að honum morgunin eftir þar sem hann lá andvana í rúmi sínu þann 25.september. Jarðaförin var haldin 10.Október og hljómsveitin hætti í Desember. Þeir sem eftir voru áttu seinna glæsilega soloferil hver og einn. John lét eftir sig eiginkonu sína Pat, Jason son sinn og dóttur sína Zoe. Árið 1994 var Led Zeppelin vígð inní Rock ‘N’ Roll frægðarhöllina og þeir fengu verðlaun fyrir ævistarf sitt á Bandarísku tónlistarverðlununum árið 1995. Í bæði skiptin tók Jason Bonham við verðlaununum fyrir föður sinn. Þið getið fundið gröf John Bonham’s í St. Michael’s kirkjugarðinum í Rushdock í Englandi.