Platan Double Fantasy byrjar með laginu Starting Over, sem passar svoldið vel, því þetta var “kommbakk” Lennons, eftir 5 ár. Árið var 1980, John og Yoko voru nýbúin að fá grænakortið, Double Fantasy náði 1. sæti vinsældarlistana, en 8. Desember varð ekki jafn góðir og hinir dagar Lennons í New York. Það sem Lennon sagði í viðtali sem var tekið upp 5 tímum áður en hann var skotin sagði hann að besta við New York væri öryggið. Klukkan 12 um morgun, 8. Desember var Lennon að fara út að taka upp Walking On Thin Ice með Yoko, kom ungur maður að nafni Mark Chapman, og bað um áritun frá John á eintak sitt af Double Fantasy, John var vanur að fá fólk upp að sér og árita fyrir það plötur, en af einhverri ástæðu var þessi atburður myndaður.

Þegar John og Yoko voru búin að klára Walking On Thin Ice, ætluðu þau út að borða og fagna útgáfu lagsins en frekar vildu þau fara heim og fagna þar, bíllin stoppaði fyrir framan Dakoata bygginguna í New York, þegar Yoko gekk upp tröppunar að dyrunum heyrði Lennon kallað “Mr. Lennon”, hann sneri sér við og sá hver þetta var og ætlaði að heilsa honum en skyndilega varð John fyrir fjórum skotum úr skammbyssu þessa geðtruflaða drengs. Yoko hljóp inn og hringdi á lögregluna, en Mark Chapman settist niður og las bókina The Catcher In The Rye. Þegar lögregla kom á vettvang fóru John og Yoko upp í lögreglubíl og upp á spítala, því sjúkrabíllin var ekki komin. John lést á leiðini 40 ára að aldri.

Þegar Chapman var spurður hvort að hann viti hvað hann hefði verið að gera sagði hann “ég var að skjóta John Lennon”. Á dregnum fundust 7 klukkutímar af bítlaefni á snældum.

Yoko og Paul McCartney sömdu reglu um að ekki ætti nefna nafn moringjans aftur(þá reglu var ég að brjóta áðan, sem ég sé mjög eftir). árið 1984 kom út platan Milk And Honey sem voru nýja upptökur með Lennon sem Yoko lét gefa út.