Neil Young - Decade Einn góðan vordag 2004 var ég á leiðinni að skella mér á ball með vinkonum mínum. Þá hefur han pabbi minn (mesti tónlistaráhugamaður sem ég þekki) tekið upp spóluna Neil Youn & Crazy Horse - Rust never sleeps. Hann spólar fram að My My Hey Hey og segir mér að hlusta á þennan ótrúlega gítarleik og þetta fullkomna hljóð. Ég sest forvitin niður í stólinn og fer á ballið orðlaus yfir því sem ég hafði heyrt. Þetta lag er án efa eitt af uppáhaldslögunum mínum. Maður fær aldrei ógeð. Og munnhörpusólóið gefur mig ennþá gæsahúð.
Eftir þetta hef ég gert lítið annað en að stela Neil Young diskunum hans pabba og leita að fleirum og fleirum lögum.
Ég fann í risasafninu hans pabba þennan fíína safndisk einn daginn….Neil Young Decade.
Það er tvöfaldur diskur með mörgum af helstum perlum hans.
Er að hlusta á disk nr. eitt. Og það sem er svo augljóst er þessi endalausa fjölbreytni hjá karlinum. Hann spilar virkilega alls konar tónlist…Hann blandar þetta allt mjög vel saman. Og maður finnur oft á sig að það leyni sig eitthvað þarna sem maður veit ekki hvað er.

Sjálf finnst mér ekki mjög gott að flokka niður tónlist eða tónlistarmenn. Sérstaklega ekki þeim sem gera ótrúlega margt mismunandi eins og Neil. Það er einhvernveginn ekki hægt að setja hann í neinn flokk….Og þegar maður kemst að þeirri niðurstöðu um einhvern tónlistarmann, já þá veit maður að hann er alveg einstakur.
Maður heyrir greinilega að hann þróast með tímanum. (diskurinn er svona nokkurnveginn í tímaröð) En samt sem áður eru einhver gæði þarna sem heldur sínu jafnvægi gegnum tímann.


Þó að mér fyndist hann ótrúlega góður gítarleikari strax þegar ég heyrði fyrstu lögin þá var það ekki fyrr en ég heyrði hann spila rafmagnsgítar í mörgum lögum á Decade diskinn að ég sá raunverulegu hæfileikana hans…Þá var bara ekki aftur snúið.Ég gat bara ekki annað en séð eftir því að hafa ekki byrjað að hlusta á hann fyrr.


Diskurinn sem heild virkar líka alveg ótrúlega vel. Valið af lögum passar vel fyrir þá sem eru svona bara að byrja að hlusta á kappan,vegna miklu fjölbreytnina…


Á disk nr. 1 er að finna þessi lög.

Disc 1:
1. Down To The Wire
2. Burned
3. Mr. Soul
4. Broken Arrow
5. Expecting To Fly
6. Sugar Mountain
7. I Am A Child
8. The Loner
9. The Old Laughing Lady
10. Cinnamon Girl
11. Down By The River
12. Cowgirl In The Sand
13. I Believe In You
14. After The Gold Rush
15. Southern Man
16. Helpless

Það eru öll lögin á þessa plötu óendanlega góð, en hérna eru þau lög sem mér finnst skara framúr.

NR:
3,6,8,10,11,12,14,15,16

Hann fer gjörsamlega á kostum í Cowgirl In The sand þar sem gítarlekurinn er framúrskarandi á þessum disk. Þetta gildir reyndar líka fyrir Cinnamon Girl, Southern man og Down By The River líka, en jafnast þó ekki á við þetta kraftmikla lag sem stendur yfir í 10 mín…
Svo byrjar skyndilega fyrstu hljómarnir í After The GOld Rush…Líkaminn stífnar, hárin rísa, gæsahúðin læðist fram um leið. Einfaldleikinn í þessu lagi, og samspil hans við textann er bara svo fullkomið að það er ekki hægt að finna nógu falleg orð yfir það…
Svo endar þetta með fallegu röddunina í Helpless. Dóttir hans syngur með honum hér.

Á disk nr. 2 eru að finna þessi lög:

1. Ohio
2. Soldier
3. Old Man
4. A Man Needs A Maid
5. Harvest
6. Heart Of Gold
7. Star Of Bethlehem
8. The Needle And The Damage Done
9. Tonight's The Night (Part 1)
10. Tired Eyes
11. Walk On
12. For The Turnstiles
13. Winterlong
14. Deep Forbidden Lake
15. Like A Hurricane
16. Love Is A Rose
17. Cortez The Killer
18. Campaigner
19. Long May You Run

Þessi diskur er að mínu mati sá besti og það eru öll lögin náttúrulega frábær. Það var mjög erfitt en að lokum tókst mér að velja úr nokkur:

NR: 1,2,3,4,6,8,10,15,17,18

Hann gjörsamlega bræðir hjarta mitt með Cortez the killer. Enn eitt lag sem sýnir færnina hans á rafmagnsgítar, ásamt mörgum öðrum lögum á þessum disk. Fyrsta skiptið sem ég heyrði það gátu ekki eugun haldið aftur af tárunum.
Síðan eru hér nokkur lög sem gefa mig svolítið af þessa sömu stemmningu og My My Hey Hey gerir. Þau eru: Old Man, The Needle And The Damage Done og Campaigner. Og að sjálfsögðu munnhörpuleikurinn í Heart Of Gold Hann leikur á kassagítarinn á svo einstakan hátt að maður getur heyrt langar leiðir þegar lag er eftir hann. Samsetning hljómana er bara frábær og ekkert annað.
Síðan eru falleg róleg lög með fallegum uppbyggingum að viðlögunum sem verða svo kröftug, eins og svo oft í rólegsri lög hans…
Það má nefna Man needs a maid og Tired Eyes…
Svo er það Walk On sem er frekar ólíkt hinum lögunum að mínu mati. Meira fjörugt og með glaðlega stemningu.(sem sýnir en meira fram á fjölbreytni hans)

Ég mæli eindregið með þessum disk. Hann er frábær. Ég á mínar bestu stundir þessa dagana þesar ég kveiki á kerti og set hann í tækið…Bara góð stemmning…
Ég skrifaði þessa grein líka hálfpartinn vegna þess að ég sá að það vara að koma nýr best of diskur með Neil Young, og tók eftir því að nærri því öll lögin sem voru á honum eru á Decade, en Decade er bara með miklu fleiri lög. Þess vegna mæli ég með því að kaupa frekar Decade heldur en þessi nýji. Bara svona til þeirra sem eru að byrja að spá soltið í Neil. Endilega tékkið á þessa plötu….

PS: geta leynst margar stafsetningarvillur hérna…hehe
www.folk.is/inga_zeppelinfan