Jæja, í hinni eilífu leit að spennandi efni til að bæta við á áhugamálinu hef ég ákveðið að setja saman þessa grein. Nú er svo komið að frekar langt er frá síðustu grein sem barst inn á þetta áhugamál þó svo að nýjir plötudómar hafi litið dagsins ljós og ýmislegt annað áhugavert efni hefur borist inn. Ber þá hæst að nefna bannersamkeppnina sem góð þáttaka var í, og margir frambærilegir bannerar keppast um þann heiður að fá að tróna efst á toppi þessa áhugamáls. En lengi má gott bæta, og nú er kominn tími til að þið kæru notendur fáið frábært tækifæri til að tjá ykkur um hvað þið teljið að betur megi fara, og hverju má bæta við.

Ég hygg að nokkur áhugi sé fyrir Gullaldartrivia eins og þekkist á öðrum áhugamálum, og lýsi ég hér með eftir e-m áhugasömum til að sjá um þetta. Áhugasamir sendi mér skilaboð, og ég mun með glöðu geði setja inn þær spurningar sem inn berast um leið og ég veiti þeim viðtöku í skilaboðum, og mun sá sem fyrst/ur sendir inn 10 spurningar fá að sjá um fyrsta Gullaldartrivia-ið (Gullaldartriviuna?).

En nú gef ég orðið laust, gjörið svo vel og komið með ykkar hugmyndir.

Kveðja,
geiri2