Maxwell´s silver hammer er lag eftir Bítlanna sem James Paul McCartney samdi fyrir Hvíta Albúmið en það voru einhver vandræði með lagið og það endaði á Abbey Road sem var síðasta plata Bítlanna. Það tók langan tíma að taka upp lagið og öllum Bítlunum fyrir utan Paul fannst lagið lélegt. Á meðan upptökum stóð þá var John Lennon á spítala og gat ekki spilað með í laginu.


Ég pældi aldrei mikið í textanum í þessu lagi en mér fannst lagið vera frábært og á einum tímapunkti fannst mér það besta lagið á Abbey Road. Lagið er mjög skemmtilegt og hressilegt með góða laglínu og lagið fjallar um Maxwell sem er geðklofi og drepur fólk með silvurhamar sem er ekki mjög í anda Bítlana. Mér perónulega finnst textinn bara fyndinn en Bítlafræðingurinn Ingólfur Margeirsson finnst textinn ósmekklegur og lélegur og líka pabbi minn og fleira fólk.

Með þessari grein minni vildi ég spyrja hugara hvað þeim finnst um þennan “ósmekklega” texta?