Ég er einn af þeim sem fær bara aldrei nóg af Friends. Þótt ég sé að fara í próf daginn eftir og er byrjaður á einni spólu þá þarf ég að klára alla seríuna og skítt með prófið. Þessi þátta röð er ábyggilega ein sú vinsælast sem komið hefur á skjáinn síðan Dallas var og hét á miðvikudögum. En eins og Hávamálin segja þá er allt gott í hófi, en 8 seríur eru bara ekki nóg finnst mér. Ég er þeirra skoðunar að þær þyrftu að minnsta kost vera 10 eða eitthvað þannig. Það þarf að nýta leikarana á meðan þau eru öll ung og aðlaðandi. Þessir þættir eru gjörsamlega endalaus uppspretta skemmtilegra samræðna og vændræðalegra atvika svo eitthvað sé nefnt og það er eitthvað sem heldur okkur flestum við skjáinn. Það er alltaf eitthvað að breytast en samt halda þau sínu striki. Það er fínt bara viss festa eins og gamall maður segir. Svo er eitt sem langar til að vita því ekki veit maður allt. Er einhvers staðar hægt að kaupa allar seríurnar á einum stað í bara pakka og helst á DVD. þegar maður sér bara einstaka disk þá eru þeir eitthva svo einmanna og maður vill hafa þá bara alla saman eins og ein stór fjölskylda. :) Hlakka til að sjá meira og góðar kveðjur Beegee