Það er alltaf verið að tala um það núna að friends séu nú endanlega að segja sitt síðasta enda verið að taka upp síðustu seríuna. En pæliði samt aðeins í því! Hvenær er hægt að segja að þáttaraðir verði úreltar? Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þeir sem byrjuðu að horfa á þættina þegar þeir byrjuðu eru kannski ekki alveg að fíla þá eins og þeir eru í dag og persónulega finnst mér þeir mikið verri núna heldur en þeir voru fyrst en það er þrátt fyrir það bara komin nýr hópur áhorfenda. Aðrir hafa áhuga á þeim núna heldur en fyrst, enda allt öðruvísi núna. Ég meina horfiði aðeins á t.d. Neighbours og E.R., Neighbours hafa verið gangandi FOREVER og það er alltaf að breytast áhorfendahópurinn, fyrst dýrkuðu þá allir svo duttu þér gjörsamlega “úr tísku” í einhver milljón ár og komu svo inn aftur.

Ég segi því bara eins og er. Friends eru ekki dauðir……… það þarf bara að bíða í nokkur ár og halda áfram að framleiða. ÞAð eru alltaf einhverjir sem horfa!!!!