Nokkrar hugmyndir. Eins og flestir vita er Jennifer Aniston ófrísk eftir eiginmann sinn Brad Pitt. Handritshöfundarnir eru byrjaðir að flétta óléttuna inn í þættina og þykir líklegast (samt ekki ákveðið) að pabbi Chandlers verði látinn vera faðir barnsins. En mér datt svona í hug, bara til gamans, að skrifa hérna niður nokkrar hugmyndir mínar um hver gæti verið látinn vera pabbinn. Þetta er allt frekar ólíklegar hugmyndir en samt gaman að velta þessu aðeins fyrir sér.

1. Auðvitað er það fyrsta sem manni dettur í hug er Ross. Það yrði kannski einum of auðvelt fyrir handritshöfundana en samt gæti það orðið upphaf af nýju sambandi Ross og Rachel.

2. Það væri mjög sniðugt og besta hugmyndin að mínu mati að láta Gunther vera pabbann. Eins og allir vita hefur hann verið "ástfanginn af Rachel frá upphafi þáttanna og þetta yrði því algjör draumur fyrir greyið Gunther. Rachel gæti hafa verið að rífast við einhvern, fer síðan niður á kaffihúsið þar sem Gunther huggar hana og svo leiðir eitt af öðru. Toppurinn væri að enda seinustu seríu þáttarins með Gunther og Rachel saman. Það væri algör snilld !

3. Chandler eða Joey gætu orðið góðir pabbar :) Það er mjög langsótt að Chandler yrði einhverntíman valinn sem pabbi barns Rachelar því að hann er í sambandi með Monicu. En á einhvern undarlegan og frumlegan hátt væri hægt að gera Joey sem pabbann.

4. Það væri hægt að koma með Mark aftur inn í þættina. Mark vann einu sinni með Rachel í tískubransanum og Ross var rosalega öfundssjúkur og var alltaf að saka Rachel og hann um að vera eitthvað saman. Mark var hrifinn af Rachel og það væri hægt að láta þau hittast aftur og pússa sig saman með barn.

5. Gamli kærastinn hennar Rachelar, Paolo, væri hægt að hafa sem pabba en það er frekar ólíklegt þar sem hann reyndi við Phoebe einu sinni og það var ástæðan sem Rachel hætti með honum. Samt er hún veik fyrir honum, svaf hjá honum einu sinni eftir að þau hættu saman.

6. Jennifer Aniston vill sjálf fá Brad Pitt í þættina til að leika pabba barnsins. Framleiðendurnir neyta samt vegna hárra peninga sem Pitt mundi þurfa fyrir að leika í þáttunum. Samt gæti verið að þær láta undan þrýstingi Aniston og það gæti komið vel út að hafa Pitt sem pabbann.

7. Richard, fyrrverandi kærasti Monicu, gæti komið og heillað Rachel upp úr skónum. Þau gæti til dæmis rekist á hvort annað og fengið sér kaffi saman, eitt leiðir af öðru og Rachel endar uppi ófrísk eftir hann ! Mjög ólíklegt samt . . .


Dettur ykkur eitthvað fleira í hug ? Auðvitað eru milljón möguleikar fyrir þessu en samt gaman að velta þessu fyrir sér. Allar þessar hugmyndir mínar fyrir ofan eru mjög ólíklegar en ég verð að segja að það væri algjör snilld að hafa Gunther sem pabbann.