Persónugreining á Friends aðdáendum ! Ég var að lesa á einni Friends síðu persónugreiningu á þeim sem fíla Friends, reyndar fer það eftir því hver er uppáhaldsvinurinn þeirra. Þetta er allt í gamni gert [munið það] og alls ekki reiðast út í mig !! Sérstaklega ef þú ert Monicu aðdáendi :-)

Uppáhaldsvinur Chandler :
Þeir sem halda upp á Chandler eiga einstaklega létt með að gagnrýna aðra. Þeir eru mjög hreinskilnir en eiga það til að fá frekjuköst ! Þeir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar við aðra, fela sig á bak við brandara og stæla. Þeir hafa kaldhæðinn og nasty húmor. Einkalífið er í rusli og líka starfsferillinn (námið). Þú vilt ekki leggja neitt á þig, bara letilíf !

Uppáhaldsvinur Rachel :
Ef þinn uppáhaldsvinur er Rachel ertu í vondum málum. Þú hefur lítinn sem engann húmor. Þú ert mjög ósjálfstæð/ur og fylgir alltaf nýjustu tísku. Þú þorir ekki að klæða þig öðruvísi en hinir, gerir bara það sem hinum finnst töff. Þú átt það til að reiðast og fríka út undir miklu álagi en annars ertu tiltölulega róleg/ur. Þú ert frekar latur/löt og situr oftast með fæturnar út í loftið og gerir lítið !

Uppáhaldsvinur Joey :
Þú hefur barnalegan en skemmtilegan húmor. Fólkið í kringum þig dáir þig og þú ert mjög vinsæl/ll á vinnustað (skóla). Aldrei er neitt stress í kringum þig, þú tekur öllu rólega. Þú ert mjög trúr vinum þínum, gerir aldrei neitt til að særa þá. Það er gott að hafa þig sem vin. Ef þreyta leggst að þér áttu það til að leggja þig, skiptir ekki máli hvar þú ert. Það getur reynst mínus í einkalífinu því konan/kallinn þinn vill auðvitað ekki hafa að þú hverfir heilu næturnar. Þess vegna helstu illa í samböndum og ert oft ranglega sakaður. Þú ert hjartahlý/r og góð/ur.

Uppáhaldsvinur Phoebe :
Þú hefur svona vitleysis-húmor. Þú ert mjög samviskusöm/samur og gengur vel í vinnunni (náminu). Þú skvettir reglulega úr klaufunum og gerir það með stæl ! Þú gerir mikið fyrir aðra, dekrar vini þína og vandamenn. Þig vanhagar ekkert, þér líður vel og ert hamingjusöm/samur. Þú er þekkt/ur fyrir að reiðast aldrei, aldrei pirraður/uð og aldrei frek/ur eða nísk/ur. Þú ert svo sannarlega traustsins virði.

Uppáhaldsvinur Ross :
Þú ert með þroskaðan og hefðarlegan húmor (hvað svo sem það þýðir). Þú ert metnaðargjarn/gjörn og stefnir hátt í lífinu. Þú ert einn af þeim sem gengur bæði vel í ástum OG spilum. Ekki kæmi mér á óvart að þú værir með langt og gott samband að baki sem gengur enn í fullum gír. Ekkert stöðvar þig, þegar þú einblínir á eitthvað stoppar þig enginn, þú hættir ekki fyrr en það er komið í hendurnar þínar. Þarf að segja meira… þú ert eintaklega vel heppnaður einstaklingur, gefur mikið af þér og færð svo sannarlega mikið tilbaka !

Uppáhaldsvinur Monica :

Wow… þú ert sko nasty ! Þú fílar nasty húmorinn hennar Monicu og ert þar með einn af ótuktarlegustu manneskjum sem þekkjast. Þú ert í algjörum mínus i einkalífinu en kannski birtir aðeins fyrir í starfsframanum (náminu). Þú ert metnaðargjarn/gjörn eins og Ross … en bara hundrað sinnum meira ! Þú talar alltaf um hvað þú sért rosalega feit/ur og ljót/ur (þótt svo sé alls ekki). Þú ert með rosalega margar áráttur … allt frá þrifnaði (hljómar kunnuglega) til útlitsins og klæðaburðar. Það er erfitt að eiga þig sem vin … þú dæmir fólk hart og ert óvæginn. Þú átt það meira að segja til að svíkja vini þína fyrir eitthvað sem kemur sér vel … bara fyrir þig ! Ein ráðlegging að lokum, passaði þig að vera ekki OF dónaleg/ur og ruddaleg/ur. Annars gæturu misst allt úr höndunum og staðið uppi ein/n og yfirgefinn.


JÆJA…. hvað segiði ?!? Var eitthvað til í þessu hjá ykkur ?