Ferðalög Vinanna ! Þættirnir með ferðalögum Vinanna hafa allir verið BRILLÍANT. Samtals hafa þau farið í þrjú ferðalög saman; Á ströndina, til London og svo til Vegas. Phoebe fór nú ekki með til London því hún var ófrísk af börnum “bróður” síns en hún var samt í stöðugu símsambandi við þau. Í öllum þessum ferðum gerist eitthvað merkilegt. Þeir voru allir í lok einhverrar seríu og enduðu MJÖG spennandi !! Ég ætla að skrifa um ferðirnar hverja fyrir sig, það helsta sem gerðist í hverri.

STRANDARFERÐIN (Í lok 3 seríu og byrjun 4) :
Þau fóru öll saman þangað vegna þess að Phoebe komst að því að besta vinkona mömmu hennar bjó þar og hélt kannski að hún gæti sagt sögur og svoleiðis um mömmu hennar. Ross tók kærustuna sína, Bonnie með.
Helsta sem gerðist :
Rachel taldi Bonnie-u á að raka af sér allt hárið !!!
Joey vildi ólmur fara í strip póker og endaði með því að þau fóru með honum í það og Joey endaði nakinn !
Phoebe komst að því að þessi vinkona mömmu hennar var í raun mamma hennar.
Ross sofnaði yfir átján blaðsíðna bréfi frá Rachel og ekkert varð úr því að þau ætluðu að byrja aftur saman.
Chandler pissaði á Monicu á ströndinni eftir að hún varð bitinn af marglyttu. :-)

LONDON FERÐIN (Í lok 4 seríu og byrjun 5) :
Í hana fóru þau vegna brúðkaups Ross og Emily. Phoebe kom ekki með vegna þess að hún var ófrísk.
Helsta sem gerðist :
Ross sagði vitlaust nafn við altarið, Rachel í staðinn fyrir Emily.
Monica og Chandler sváfu saman í fyrsta skiptið !!
Joey hittir hertogaynjuna Fergie.
Rachel kom fljúgandi til London til að segja Ross að hún elskaði hann enn !!

VEGAS FERÐIN (Í lok 5 seríu og byrjun 6) :
Joey fór fyrst til Vegas vegna kvikmyndahlutverks sem hann fékk. Svo varð ekkert úr því og hann vann í einhverju spilavíti. Chandler og Monica áttu 1 árs “sambandsafmæli” og Monica gaf Chandler í gjöf miða til Vegas. Síðan ákvað Phoebe að fara með og koll af kolli þangað til allir fóru til Vegas. Rachel og Ross flugu hinsvegar einum degi seinna en hin.
Helsta sem gerðist :
Monica og Chandler ákveða að gifta sig í lítilli Vegas kapellu en þegar þau koma sjá þau Ross og Rachel koma blindfull út greinilega nýbúinn að gifta sig !!!

Allir þessir þættir voru bara hrein snilld (eins og allir Friends þættir :-) og þeir eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér !!