Perry aftur í árekstri ! Matthew Perry, vinur okkar úr Friends, lenti í árekstri 18 apríl sl, AFTUR !

Stuttu eftir að hann lauk stífri meðferð eftir allt megrunarlyfjastandið þá klessti hann BMW sínum inn á annan bíl á gatnamótum í West Los Angeles. Það var nú ekki mikið slys, hann hlaut aðeins skrámu á handlegginn.
Í þetta skiptið var þetta ekki honum að kenna. Lögreglan í L.A segir að hann hafi verið á leiðinni Vestur frá Santa Monica Boulevard um kl 11:45 um morgun þegar óþekkt 75 ára gömul kona keyrði ´89 árgerð Ford Escort á bíl Perry's, gráan ‘2000 Beamer.

Lögregluþjónninn Eduardo Funes segir að engin meiðsl hafa hlotist af árekstrinum önnur en “smá skráma” á framhandlegg Perry’s, en hann segir að báðar bílarnir eyðilögðust töluvert mikið, Ford-inn hlaut miklar skemmdir á vinstri hliðinni en BMW-inn hlaut miklar skemmdir að framan verðu.
Funes segir jafnframt að þetta hafi verið konunni að kenna en það var enginn handtekinn og það eru engar ákærur yfirvofandi. Hann segir að það séu engin merki um að annað hvor bílstjórinn hafi verið ölvaður þegar þetta átti sér stað.

Þetta er varla besti tíminn hjá Perry að lenda í árekstri því hann hefur á liðnu ári komist mikið í fréttirnar vegna vandamála sinna.
Fyrir u.þ.b einu ári keyrði hann glænýjum Porche-inum sinn á verönd í Hollywood Hills stuttu eftir að hafa verið á spítala fyrir “acute pancreatitis”, sjaldgæf bólga sem orsakast af margra ára áfengisnotkunar og lyfja.
Svo núna í Febrúar þurfti að fresta tökum á myndinni Servicing Sara og Friends þegar Perry skráði sig skyndilega inn á meðferðarheimili vegna neyslu á Vicodini og Methadini. . . . hann sneri aftur á tökur Friends í seinasta mánuði.