Vil bara deila því sem að mér finnst ein mesta snilldin við húmorinn í Friends. Mér persónulega finnst það oft fyndnustu atriðin en það er þegar eitthvað samtal er látið fara fram eins og aðstæðurnar séu allt aðrar. Best að ég lýsi þessu með dæmum:

1.

Þátturinn í dag þegar Joey kemur heim og Chandler er að passa The Chick að þá fara þeir að rífast eins og þeir séu hjón og Kjúkli sé barnið þeirra. Algjör snilld: “I've been here all day taking care of the chick and you come in here for 20 seconds!”….“hey! Im tired, i've been working!” etc…

2.

Þegar eiginmaður Phoeobe kom allt í einu og var að segja henni að hann væri straight…það var látið líta út eins og hann væri að segja að hann væri gay.
“Phoebe, I don't know how to tell you this but….im straight”
og….“You know, there were times when I would go to a straight bar and wake up with a woman next to me…but that was in College and you know we tend to experiment in College”


3.

Þegar Phoebe klippir Monicu sem Dudley Moore í stað Demi Moore og Monica er inni í herbergi og Phoebe kemur fram eins og hún sé læknir og allir hinir “How is she???”


Allavega ef þið hafið eitthvað vit í kollinum skiljiði hvað ég meina. Taka menn ekki annars eftir þessu? Þetta er algjör snilld of Friends gera þetta oftar og betur en flestir aðrir gamanþættir.