Veriði sæl og blessuð.

Allt í einu langaði mig bara að skrifa eina litla grein um Friends. Hinu góðu friends :)

Jæja það kítlar svolítið í mig að tala um lokaþáttinn, auðvitað.
Mér finnst þetta hafa endað vel, ekki getað endað betur. En tókuð þið eftir því að það sást vel að Monica er ólétt? Það er það sem böggar mig mest. Hehe en ekkert meira um það.
Mér fannst þetta mjög snjallt af handritshöfundunum að hafa þetta svona spennandi með Ross og Rachel. Ég var alveg 100% viss um að hún færi til Frakklands. Og mér hreinlega brá þegar það kom annað í ljós, en ég samt ánægð yfir því.
Samt ekki alveg ánægð yfir það hvernig Joey endaði. Allir svona saman, nema hann greyið. En fáum við ekki að vita hvað gerist með hann í þessum Joey þáttum hans? :)

Friends hafa samt yfir síðustu 10 ár verið bestu gamanþættir í sjónvarpinu, og aldrei klikkað á því. Þetta er ein mesta snilld í sögu sjónvarpsins og verður erfitt að taka upp jafn góða þætti á næstunni. En það er annars bara mitt álit, álit friends fans :)

Ég er samt svo vonsvikin yfir því að þeir séu hættir, aldrei nýr þáttur til að bíða eftir, aldrei ný atriði, aldrei nýir góðir brandarar. Ekki neitt. Ég táraðist þegar ég raunverulega fattaði það að ég ætti aldrei eftir að sjá nýjan þátt af friends aftur. Aldrei aftur. En þá kannski er bara gott að eigna sér allt safnið. Og þá helst real en ekki Dl eða skrifað eða tekið upp, eða bara eitthvað þannig.

En þetta er bara mitt álit, gæti alltaf verið að einhverjum hafi fundist eitthvað annað. Mig langaði bara svona að skrifa eina litla grein, ekkert svona merkilegt aðeins til að lífga upp á þetta áhugamál og kannski stofna einhverja umræður um lokaþáttinn og hvernig ykkur finnst þetta hafa gengið yfir síðustu 10 árin.

Svo, hvernig fannst ykkur þetta? Hefðuð þið viljað að þetta endaði einhvern eigin öðrvísi? Hvernig?

Takk fyrir lesninguna, ég er farin að horfa á Friends :)

-Sóley