Sælir aftur kæru Hugarar og Friends-aðdáendur =)

Ég hef ákveðið að taka uppáhaldsseríuna mína og kreista úr henni allan mögulegan safa sem til er. Gagnrýni á hvern einasta þátt, 25 þættir alls, og ég gef þeim líka stjörnur í ferlinu, til að lífga aðeins upp á þetta. Svo kem ég líka með quote-þáttarins (allavega uppáhalds quotið mitt úr honum) eftir gagnrýnina á hverjum þætti og síðan kemur “gagnrýni” (mætti frekar kallast stjörnugjöf) á seríunni í heild sinni. Þið getið andað léttar, því ég geri ekki svona við fleiri seríur, aðeins í tilefni þess að áhugamálið sé eilítið dautt í blikinu =/ ..og í tilefni þess að sú þriðja sé mín uppáhalds =D

Njótið…


1. TOW The Princess Leia Fantasy:

Snilldarþáttur, og snilldarbyrjun á snilldarseríu. Þegar þau koma inn á Central Perk og eitthvað annað fólk situr í sófanum “þeirra” og þau labba sorgmædd aftur út úr kaffihúsinu er bara fyndið atriði. En, í þættinum er Monica ennþá í rusli eftir “break-up”-ið við Richard og Joey verður virkilega pissed út af því að Chandler hefur ákveðið að láta Janice ekki róa í þetta skipti í sambandi þeirra. Ross lætur Rachel vita af draumórum hans eftir atriði úr Star Wars mynd (vám var það Return of the Jedi fyrir þá sem vildu vita það).

**1/2 / *****
Mjög góður þáttur, en ekki einn af þeim bestu í seríunni.

Quote – Ross: “I said Share ; not Scare!!!”

2. TOW No One’s Ready

Engu síðri en sá fyrrnefndi, jafnvel betri. Ross heldur ræðu á fjársöfnun safnsins og allir vinirnir koma með til að horfa á ræðuna. Ross er að ærast út af því að engin er að klæða sig í sparifötin (fyrir utan Phoebe en hún fær víst sósu á kjólinn sinn svo hún finnur ekki önnur föt) fyrir kvöldið mikla. Svipbrigði af t.d.: Joey og Chandler eru á fullu að rífast um stólinn í stofunni hjá Monicu frekar en að klæða sig í. Monica er á fullu að reyna að hringja í Richard í flippi og Rachel finnur enginn föt fyrir kvöldið, t.d. láta fötin líta út fyrir að kálfarnir hennar séu feitir o.s.frv. Tólf min. í, byrjað að rigna, og því mikið erfiðara að fá leigubíl.

*** / *****
Mjög góður þáttur, pottþétt í topp 5. Brandararnir vel vandaðir og úthugsaðir, sem er ein af snilldunum við þennan þátt =) Joey og Chandler líka í miklu stuði!

Qoute – Chandler: “So, in the words of A.A. Milne: Get out of my chair, dillhole”

3. TOW The Jam
Jájá, ágætis þáttur en langt frá því að vera með þeim bestu, samt mjög fyndinn =D (eins og öll 3. sería ;) En Monica er orðinn obsessed á því að útbúa mauk eftir allt standið með Richard, einsskonar útrás. Joey er náttúrulega mjög ánægður með það, og ákveður að nýta sér tækifærið. David Arquette er í aukahlutverki (örugglega nýorðinn kærasti Courtney) og allur í því að elta Phoebe út um allt, þegar hann heldur að hún sé Ursula. Ross reynir að kenna Chandler góðu “hug n’ roll”-brelluna með Janice, en það er ekki að ganga mjög vel ;) Monica ákveður að fara í sæðisbankann og velja sér fáeina sundkappa til að verða ólétt, og þar með er Richard-flippið gengið dálítið of langt.

** / *****
Veit ekki hvað mér fannst dálítið óþægilegt við hann, en samt sem áður góður þáttur.

Quote – Joey: “… no! That’s what I was wearin’ when I donated”

4. TOW The Metaphorical Tunnel

Jaaaaa, fínasti þáttur. Samt enn og aftur er hann ekki með bestu þáttunum. Chandler er orðinn hræddur í sambandi sínu við Janice og Ross og Rachel reyna að fá hann til að vera opnari í sambandinu, en það fer óvart að ganga of langt. Ross verður hræddur við það að Ben sé að leika sér með Barbie í staðinn fyrir “strákalegu” leikföngin sem hann “ætti” að vera að leika sér með (t.d. G.I. Joe *Jói dáti*) og Phoebe fer að leika umboðsmann Joey í sífellu til að hjálpa honum við að fá betri hlutverk en Estelle getur útvegað honum.

** / *****
Ágætis þáttur, hef ekki mikið um hann að segja. Nokkrar setningar sem standa upp úr en það er ekki meira en það.

Quote – Phoebe: “They said you where pretty, but dumb…… no, that’s pretty dumb”

5. TOW Frank Jr.

Þessi þáttur er alveg frábær!!! Sérstaklega þegar Joey er að reyna að byggja þessa hillu, eða stað til að geyma póstinn á og hann gerir hana allt of stóra og Chandler er alltaf að gera grín að honum. Það er alveg frábært. “Five celebrities you can sleep with”-leikurinn er algjör snilld eins og alltaf og það er frábært þegar Ross reynir við Isabellu Rosselini (as herself vám). Frank Jr., hálfbróðir Phoebe, kemur í bæinn og telur Phoebe vera vændiskonu um hríð (er náttúrulega nuddari) og reynir við Yasmine, eða vinkonu / vinnufélaga Phoebe á ansi grófan hátt, hehe.

**** / *****
Þetta er frábær þáttur, hætti aldrei að hlæja að honum. Frank Jr. er alltaf jafn ruglaður og það er náttúrulega alltaf jafn frábært =)

Quote - Chandler: “So… your building a postoffice?”

6. TOW The Flashback

Þessi er alveg POTTÞÉTT á topp 5 listanum. Þessi þáttur er alveg frábær! Algjör snilld! Janice spyr hvort að einhver af vinunum hafi “gert það” með einhverjum af vinunum og þau líta öll þrjú ár aftur í tímann og þátturinn gerist allur á þeim tíma. Það er eins og allir geri grín af sjálfum sér og áhorfendur vita hvað gerist í framtíðinni (t.d. Monica: “Ten bucks on that I never see that woman again” um Rachel) og það er gert svo vel að ég gæti legið í jörðinni. Í stuttu máli er Phoebe að reyna að flytja út frá Monicu í laumi vegna pirrings síns á henni. Joey flytur inn til Chandlers og þeir byrja að “tengjast” og Ross kemst að því að Carol sé hinsegin.

**** / *****
Mjög góður þáttur, sérstaklega djókin sem ég nefndi áðan.

Quote - Rachel: “… I mean, how hard is it to get a couple of drinks right?”

7. TOW The Race Car Bed

Ansi skondin þáttur og í þó miklu uppáhaldi hjá mér. Dýnukóngurinn, eða fyrrverandi maður Janice, er að nota skilnaðinn til að hafa útsölu á dýnunum sínum í “The Matress King” sem er búðin hans, en svo kemur Joey að Janice og kónginum að kyssast. Chandler verður niðurbrotinn vegna framhjáhaldsins. Monica pantar rúm hjá Dýnukónginum í von um að Chandler komist ekki að neinu og Joey er farinn að kenna fólki “sápuleiklist”. Hann fær líka prufu í “All My Children” en einn af lærlingunum í tímunum hans fær líka prufu og biður Joey um ráð. Joey reynir að láta hann leika illa í prufunni.

*** / *****
Þetta er bara mjög góður þáttur (ekki mikill tilgangur í að gagnrýna þessa þætti, því þeir eru flestir mjög góðir að mínu mati ;) En allavega…

Quote – Chandler: “… you told him to play the carachter gay?!?!?”

8. TOW The Giant Poking Device

Þetta er frábær þáttur, enda er “the ugly naked guy” með frekar stórt hlutverk í honum. Phoebe er viss um að hún muni drepa einhvern á meðan hún sé hjá tannlækninum, og Monica og Rachel passa Ben þegar Monica rekur óvart hausinn á honum í. Monica og Rachel fríka út vegna þessa. Chandler hættir með Janice.

**1/2 / *****
Fær þetta út af “Poking”-atriðinu fræga ;)

Quote – Phoebe: “Ok, if your’e alive you ANSWER your’e phone!!!”

9. TOW The Football

Þakkargjörðin er í gangi og vinirnir ákveða að fara í ruðning sér til skemmtunar. Chandler og Joey kynnast hollenskri stelpu að nafni “Margha” og Monica sýnir Ross að hún hafi haft “The Geller Cup” í hendi sér alla tíð frá sjöttu leiktíð Geller-ruðningsins.

**** / *****
Hefur verið einn af uppáhaldsþáttunum mínum frá upphafi. Fjórar stjörnur af fimm, enginn vafi! :D

Quote – Chandler: “But wait a minute though, how are we gonna get there cause my mom won’t let me across the street”

10. TOW Rachel Quits

Þetta er hinn fínasti þáttur og kemur manni í rosalegt jólaskap. Ross brýtur óvart fótinn á lítilli stelpu með tennisspaða og slæst þar með í hóp með “Brown Birds”-stelpunum til að selja kassa af jólasmákökum. Sá sem selur flesta kassa kemst í geimbúðir með NASA (eða eitthvað í þá áttina =S) og Ross, fullur af sektarkennd, ákveður að fylla í skarðið fyrir litlu stelpuna svo hún eigi möguleika á að vinna ferðina. Rachel ákveður að hætta sem gengilbeina í Central Perk svo hún eigi möguleika á því að verða eitthvað annað og Phoebe verður gröm vegna vinnunar sem Joey er í, að selja jólatré. Hún fer eitt sinn með honum og sér það að gömul tré fara í hakkarann. Vinirnir reyna að bæta því upp fyrir hana.

*** / *****

Flottur þáttur, dálítið erfitt að horfa á hann að sumri til =S … en fínasti þáttur!

Quote – Chandler: “Says here that a muppetguy got wacked on Sesamie-street last night. (Við Ross) … Where exactly where you around ten-ish?”

11. TOW Chandler Can’t Remember Wich Sister

Þessi þáttur er klassík og ekkert annað! Joey á afmæli og Chandler sefur hjá einni af systrum hans (Mary Angela, fyrir þá sem höfðu áhuga á að muna það ;) og man ekki með hverri þeirra það var. Phoebe fer út með “the noisy guy upstairs”. Ókunnugur maður býður Rachel vinnu í Bloomingdales.

****1/2 / *****
Fjórar og hálf stjarna af fimm því að þessi þáttur er s-n-i-l-l-d! ;D


Quote – Ross: “Oh, am I?! Am I?! Am I out of my mind?! Am I looooosing my senseees??”

12. TOW All The Jealousy

Monica fer að kyssa einhvern ítalskann gaur að nafni Julio á veitingastaðnum. Ross verður óeðlilega afbrýðissamur út í Mark. Joey fer í prufu fyrir eitthvað hlutverk á Broadway og kemst svo sannarlega í klípu þar og maður sem Chandler þekkir heldur steggjapartý.

**1/2 / *****
Ágætis þáttur, ekkert meira um hann að segja… :/

Quote – Chandler: “Hey, Ross, can you maybe pick me up some porn? This pen is getting kinda boring”

13. TOW Monica And Richard Are Friends

Snilldarþáttur. Sígildur. Monica hittir Richard úti á video-leigu og þau fara saman út að borða (“saklausan borgara”). Vinunum finnst þetta ekki sniðugt. Rachel manar Joey til að lesa bókina hennar, “Little Women” á meðan hún les bókina hans, “The Shining”. Þau verða bæði ofsa hrifin af bókunum, en Joey eyðileggur óvart fyrir Rachel með æðislega “dulmálinu” sínu. Nýji kærastinn hennar Phoebe, Robert, “kemur út”… ;)

Quote – Gunther: “Hey buddy, this is a family place. Put the mouse back in the house”

*** / *****
Þvílíkur þáttur. Hann er Frábær með stóru F-i. Mitt uppáhald í þættinum eru senurnar milli Rachel og Joey og þetta með bækurnar. “Blank” atriðið er bara klassík =)

14. TOW Phoebe’s Ex-Partner

Leslie kemur skríðandi á fjórum fótum til Phoebe frá jólastefunum, ólm í að fá að vera “partnerinn” hennar áfram. Ginger fer út á deit með Chandler eftir smá spjall fyrir utan karlaklósettið á Central Perk, en Chandler veit ekki hvað Joey gerði henni á sínum tíma. Ross fer með Rachel á tískuráðstefnu, sofnar og hrýtur eins og svín.

Quote – Phoebe: “Jingle bitch screwed me over! Go to hell jingle whore! Go to hell Go to hell. Go to hell-hell-hell.”

***1/2 / *****
Ekkert síðri en síðasti þáttur. M.a.s. hálfri stjörnu betri út af sérstaklega vönduðum bröndurum… rifrildið um Mark heldur áfram hjá Ross og Rachel og “hléið” er í nánd…

15. TOW Ross And Rachel Take A Break

Þarf ekki mikið að segja um þennan þátt þar sem í honum er að finna eitt frægasta atvik Friends-sögunnar. Joey og Chandler njósna um Chloe, rosa flottu naflahringa-afgreiðslustúlkuna á ljósritunarstofunni. Þeir fá frábæran séns á “threesome” ;) Phoebe fer út með erlendum diplómat… og túlknum auðvitað líka.

Quote – Monica: “My guy has cupons… your’e guy can’t even say “cupons”!”

*** / *****
Ekki kannski mjög skemmtilegur þáttur þannig séð, en rosalega vel skrifaður. Þess vegna er útkoman þrjár stjörnur. (Ég er á móti Joey + Rachel, ég styð nefnilega Ross + Rachel).

16. The One The Morning After

Morguninn eftir rifrildið hjá Ross og Rachel vaknar Ross með timburmenn dauðans… og Chloe er með honum. Rachel ákveður að fara yfir til Ross þegar Chloe er enn hjá honum og leysa málin.

Quote – Isaac: “Oh, I know man, it doesn’t matter how much we love ‘em… monogomy is just too cruel to rule”

***1/2 *****
Bara snilld þegar Ross og Rachel rífast (sem er MJÖG vel skrifað rifrildi vám) og hinir vinirnir eru fastir inni í herberginu hennar Monicu og komast ekki út því að rifrildið er í gangi fyrir utan herbergið ;)

17. TOW The Ski Trip

Þessi þáttur er meira en mikið meistaraverk. “It’ll be grrrreat” setningin hans Joey slær svo sannarlega allar setningar út og húmorinn í þessum þætti er 100% ég! Ross og Rachel geta varla verið í sama herbergi eftir allt ástandið sem nýlega varð með Chloe “The Xerox Girl” og þar sem hinir vinirnir fjórir geta ekki verið með þeim báðum saman verða þau að hoppa á milli eins og barn fráskildra foreldra. Þau og Rachel ákveða að fara í kofa systur Rachel uppi í fjöllum og fara á skíði en Ross er nú ekki alveg sáttur við það. Vinirnir fimm verða strandaglópar á leiðinni í skíðaferðina á annaðhvort þjóðvegi 93 eða 76 ;)

Quote – Joey: “It’ll be grrrreat” (með Írskum hreim) eins og ég nefndi áðan ;)

****/*****
Þessi þáttur er hreint út sagt frábær. Vel skrifað plott gefur lífinu lit ;)

18. TOW The Hypnosis Tape

Jafnvel betri en þessi á undan! Rachel er orðin hundleið á því að Chandler reyki eins og strompur 24/7 þannig að hún færir honum “dáleiðsluteip” til að hjálpa honum að hætta. Frank Jr. (hálfbróðir Phoebe) færir krökkunum þær fréttir að hann ætli að gifta sig (aðeins 18 ára) en það er ekki shockið… að hann ætli að giftast fyrrv.
heimilisfræðikennaranum sínum sem er á fimmtugsaldrinum er það sem er shockerandi ;)

Quote – Joey: “Joey's your best friend. You want to make him a cheese sandwich everyday. And you also want to buy him hundreds of dollars worth of pants”

****1/2 / *****
ÆÐIslegur þáttur. Nough’ said ;)

19. TOW The Tiny T-Shirt

Góður þáttur, mjög svo. Joey fær hlutverk í leikriti þar sem rauðkan og “class-act”
leikarinn Kate fer virkilega í pirrurnar á honum. Því miður verður hann að reyna að venjast því þar sem Kate leikur aðhlutverkið á móti honum. Rachel tekur boði Mark’s um að fara á stefnumót með honum, en finnst það þó nokkuð skrítið vegna “the history” með Ross. Eins og hún væri að halda frammhjá honum. Monica “reynir” að verða hrifin af honum Mr. Millionare, þ.e.a.s. Pete, en það er einhvern veginn ekki að ganga vel.

Quote – Joey: “Oh mommie, oh daddie, I am a big old baddie! Oh mommie, oh daddie, I am a big old baddie!

***1/2 / *****
Flottur þáttur og ágætlega skrifaður, en virkaði aðeins á mig fyrstu skiptin sem ég horfði á hann ;) he he

20. TOW The Dollhouse

Sylvía frænka deyr og Monica erfir dúkkuhúsið hennar sem hún “mátti aldrei snerta, aðeins horfa á” er hún var lítil. Bráðlega fer dúkkuhúsa-gamanið að breytast í one-on-one hjá stelpunum, Phoebe vs. Monica ;) ..Joey er svekktur því hann fær ekki Kate, hvað sem hann reynir á sig og erfiðara verður það þegar önnur stelpa í vinnunni býður honum út. Chandler og Joanna (stjórinn hennar Rachel) fara út saman… en Chandler á greinilega í einhverjum erfiðleikum með hana.

Quote – Leikstjórinn: (Svarar í símann) Hello. Oh! It's you. Just ah, just one-one sec.
(snýr sér að Joey og Kate) I am going to take this call. When I continue, I hope that there will appear on stage this magical thing that in the theatre we call, committing to the moment! (Heldur áfram að tala í símann)

***1/2 / *****
Pretty much jafngóður og fyrri þátturinn, enda frábær sería og eins og áður kemur fram stendur “leikstjórinn” sig vel, “just like a cartoon” eins og Joey orðaði það ;)

21. TOW A Chick And A Duck

Svo mikið af snilldar golden-moments í þessum þætti með öndinni og kjúllanum. Joey og Chandler fá sér “The Chick and the Duck” í þessum þætti í fararbroddi mikils miskilnings ef svo má að orði komast ;) .. Pete kemur frá Japan og býður Monicu að vera yfirkokkur á nýjum veitingastað sem hann ætlar að opna. Ross ákveður að sleppa því að koma fram í dýralífsþætti á Discovery Channel fyrir Rachel, til að hjálpa henni að komast á spítalann vegna rifbeinsbrots hennar.

Quote – Chandler: “With a chick-chick here, and a chick-chick there. Here a chick, there a chick, everywhere a chick-chick- (Joey kemur inn) – chickeeeen”

**** / *****
Þessi þáttur hefur pottþétt allan pakkann sem óþarfi er að telja upp hvað er ;)

22. TOW The Screamer

Phoebe er á “hold” allan þáttinn á meðan hinir vinirnir fara og “skemmta” sér á frumsýningunni á leikritinu hans Joey. Rachel kemur með deit á sjóið sem Ross líkar illa við vegna öskranna sem hann gefur frá sér á hinum óheppilegustu tímum. Joey “has the night” með Kate eftir að leikstjórinn skrípalegi hættir með henni vegna blaðagagnrýni á leikritinu en Kate fer vegna sápuhlutverks í enda þáttarins og skilur Joey greyið eftir tómhentan.

Quote – Chandler: (Við Ross) “Wait a minute, wait a minute, you don't like the guy Rachel's dating? Well, that's odd.”

***1/2 / *****
Ben Stiller flottur í hlutverki “Öskrarans” og bara ágætlega heppnaður þáttur í heild sinni. It has it’s ups and downs og er því kannski ekki alveg í fremstu röð þátta í 3 seríunni.

23. TOW Ross’s Thing

Ross finnur fyrir einhverju útbroti á rassinum á sér í sturtunni en kemur ekki almennilega auga á hvað það er. Phoebe fer út með bæði slökkviliðsmanni og leikskólakennara í einu og Monica og vinir fara að gruna að Pete lumi á bónorði til Monicu. Hlutir enda samt ekki alveg eins og búist var við ;)

Quote – Chandler: “Yes, but this is Pete. Okay? He's not like other people, on your first date he took you to Rome. For most guys that's like a third or fourth date kinda thing.”

***1/2 / *****
Svipað góður og fyrrnefndi um öskrarann, enda í sama stjörnuhlutfalli að mínu mati. Ansi endurtekinn og slappur humor inni á milli en samt… sleppur í þrjár og hálfa.

24. TOW The Ultimate Fighting Champion

Monica er svo sannarlega svekkt yfir því að Pete hafi fengið sér hringahönnuðinn í Ultimate-Fighting-Championship dæmið, en ekki til að hanna trúlofunarhring á hana. Chandler reynir að forðast stjórann sinn og “rassaslappið” hans ógurlega en í örvæntingu Chandlers virðist það ekki ganga vel að finna úrlausn á málinu ;) ..hin gullfallega Bonnie kemur inn í myndina sem elskhugi Ross en Rachel er alls ekki ánægð með það (figured). Pete veður út í sinn eigin “dauðdaga” í hringnum aftur og aftur þó hann tapi alltaf og Monica hættir með honum, vill s.s. ekki horfa upp á bónda sinn láta fara svona með sig.

Quote – Ross: (Við Monicu) Well, this is ironic. Of your last two boyfriends, Richard didn't want to have kids, and from the looks of it, now Pete can't.

**** / *****
Robin Williams (Mrs. Doubtfire) og Billy Crystal (Analyze This/That, Monsters Inc.) koma sterkir inn á Central Perk með slatta af “hilarious” commentum, sniðugt að hafa þá svona þrætandi þarna ;) en þessi þáttur á svo sannarlega verðskuldað fjórar stjörnur af fimm þessi ótrúlega vel hannaði djöfull. Allir í sínu toppformi ;) top-nodge! Hehe

25. The One At The Beach

Þá er komið að því að fjalla í stuttu máli um lokakaflann í þessari snilld. Phoebe kemst að því að nafna hennar (líklegast konan sem hún var nefnd eftir) og fyrrv. besta vinkona mömmu og pabba hennar er stödd á ströndinni nálægt hjá. Hún gefur sér þær hugmyndir um að hún viti eitthvað um það hvar pabbi hennar er þannig hún ákveður að pakka niður og fara á ströndina… og auðvitað tekur hún kæru vini sína með ;) ..Chandler reynir að sannfæra Monicu nærri allan þáttinn að hann sé efni í kærasta og eitthvað gerist á milli Ross og Rachel á þessari blessuðu strönd… Phoebe yngri kemst að því að Phoebe eldri sé í raun móðir hennar! “Dammdammdaaaaaaaamm!”

Quote – Joey: (Við Ross) “Wanna play strip poker for practice?”

****1/2 / *****
Þvílíkur snilldarþáttur. Næstum fullt hús í stjörnugjöf fyrir frumleika.



3 sería í heild sinni –
Stjörnugjöf - Meðaleinkunn; ***1/2 / ***** (þrjár og hálf stjarna af fimm)


Quote seríunnar – Ross: “WE WERE ON A BREAK!!!” ;)

Í von um að áhugamálið rísi úr gröf sinni!
- Kexi
_________________________________________________