Þar sem ég ætla í nám í grafískri hönnun í framtíðinni hef ég lengi verið að velta fyrir mér hvar maður eigi að fara í skóla og hvernig maður eigi að haga því dæmi.

Nú eru hérna á íslandi einhverjir skólar og námskeið, er eitthvað af þessu þess virði að maður fari á? Ég var að spá í að taka eitthvað hérna heima og fara síðan út, eða ætti maður að sleppa því og fara bara beint út? Nú hef ég enga kennslu t.d. fengið í photoshop, bara verið í því sjálfur eins og margir en væri sniðugra að klára a.m.k. eina önn eða vetur hérna heima áður en maður fer í einhvern betri skóla úti ?

Það væri gaman að heyra frá þeim sem eru manni lengra komnir í þessu til fá kannski betri sýn á möguleikana.