Jæja þá er stríðið byrjað fyrir alvöru, fyrstu spilararnir frá hvorum framleiðandanum komnir á markað í USA það eru annarsvegar HD-A1 og AX1 frá Toshiba(HD-DVD) og hinsvegar BDP-1000 frá Samsung(Blu-Ray). Það voru nokkrir hnökrar sem fylgdu Toshiba spilurunum þegar þeir komu fyrst fram m.a voru samhæfnis mál við nokkrar gerðir sjónvarpa í gegnum HDMI sem lýsti sér í að það kom bara villu skilaboð á skjáinn og einnig tók langann tíma fyrir mynd að koma á skjáinn frá því að diskurinn fór að spilast ca 1:30 mín. Það er sem betur fer búið að laga samhæfnis vandamálið með firmware uppfærslu. Samsung spilarinn kemur ágætlega uppúr startholunum það eru til að mynda enginn samhæfnis vandamál frá þeim, og load tíminn er aðeins betri heldur en hjá Toshiba.

En nú virðist sem Sony séu að klúðra málunum, eitt það alstærsta atriði sem Blu-Ray hafði fram yfir HD-DVD var plássið semsagt 50 GB dual layer diskar, en eins og staðan er í dag þá geta þeir ekki framleitt þá heldur notast þeir við single layer diska sem eru 25 GB. Þetta er náttúrulega ekkert annað en stórhneyksli miðað við hvað fyrirtækið er búið að upphefja Blu-Ray sem betri miðli vegna magns af gögnum sem hver diskur getur innihaldið. Og ef fólk skoðar þetta betur þá kemur í ljós að eins og staðan er í dag þá hefur HD-DVD 5 GB meira pláss á sínum diskum.

Annað er líka codeckið sem þeir nota við að færa myndir yfir á stafrænt form en þeir notast við mpeg2 á meðan Toshiba notar VC1, þetta segir kannski ekki mörgum margt en til þess að útskýra þá þýðir þetta í stuttu máli að mpeg 2 staðallinn er mun ófullkomnari heldur en VC1 þar sem hann notar mun meira pláss til að búa til sömu gæði af mynd eins og VC1.

Það að þeir noti mpeg2 og hafa minna pláss á diskunum þýðir það að myndgæðin eru betri á HD-DVD, þetta er ekki mitt mat heldur er þetta staðreynd, og ein könnun sem gerð var á www.avsforum.com sem er stærsta græju síðann í USA sýndi að 70% þeirra sem höfðu keypt sér Samsung spilarann ætluðu sér að skila honum til baka. (hér fyrir neðan er hlekkur á könnunina)
http://www.avsforum.com/avs-vb/poll.php?do=showresults&pollid=3657


Að öllum líkum vinnur Sony þetta stríð á endanumí krafti stærðar og peninga sem þeir og meðfyrirtæki eins og Matshushitsa setja í þetta en verður það á kostnað gæða? Allaveganna fer fyrsta lota fer algjörlega til HD-DVD bæði fyrir myndgæði og verð.

Endilega lesið ykkur til ef þið hafið áhuga á
www.avsforum.com
www.avforums.com

Bestu kveðjur

Chaves