Sælir

Eins og kannski flestir hafa tekið eftir þá er það tíska að bi-wire-a hátalarana sína þrátt fyrir að það fyrirbæri sé fremur umdeilt. Sumir vilja meina að það eigi sér engar vísindalegar stoðir, aðrir sýna fram á að viðnám breytist í köplunum, sumir heyra mun og aðrir ekki. Þeir sem eru hvað mest á móti hugmyndinni um Bi-Wiring vilja meina að þetta sé eingöngu trikk hjá kapla-framleiðendum sem vilja græða á því aumingja fólki sem á hátalara með tveimur inngöngum, en aðeins einn magnara. Þ.e.a.s. hátalarar sem eru hannaðir til að Bi-Ampast sem er að nota tvo kraftmagnara á hvurn hátalara til þess að hvor þeirra þurfi eingöngu að kljást við minna tíðnisvið en ella. Þetta þarf ekki að stoppa þarna því einnig eru til hátalarar sem gera ráð fyrir því að jafnvel fleiri magnarar skipti vinnunni á milli sín. (Gott dæmi eru B&W Nautilus sem þurfa, að ég held, átta stykki monoblokkir hvor)

Bi-Amping virkar sumsé einhvernveginn svona: (þið rafeinda-gíkarnir leiðréttið mig bara)

High-pass og low-pass filterarnir í sitthvorum tíðni-netunum auka viðnám við óæskilegum tíðnum, sem gerir það að verkum að æskilegar tíðnir orka eingöngu að rúlla í gegn. Þannig sparar maður sér alla vankantana við að crossover sjái um vinnuna því að í LF-netið kemur bara (eða að lang mestu leiti??) lágtíðni og í HF-netið kemur að sama skapi bara hátíðni.

Bi-Wiring:

Kapallinn er klofinn í tvo mínus og tvo plús homma. H-P/L-P filterarnir sjá svo til þess að viðnám í þeim endum kapalsins sem í þá fara sé meira fyrir óæskilegar tíðnir og því er leiðningin betri í hinum endanum fyrir þá tíðni sem var filteruð burt og ætti hún því að leita frekar þangað. Þetta er það sem er umdeilanlegt. Ég sjálfur hef eitt alltof stórum hluta ævi minnar í að reyna að skilja það sem ég skrifaði hérna fyrir ofan til þess að taka afstöðu.

Það efast enginn um kosti þess að Bi-Ampa. Það er gamalt fyrirbæri sem er löngu sannað og er auðheyranlegur munur á fyrir og eftir í slíku systemi. Bi-Wiring afturámóti nýtur ekki sömu virðingar. Margir telja sig heyra mun, aðrir ekki. Sumir viðurkenna að það sé munur, en að hann sé það lítill að betra sé að kaupa sér frekar venjulegan kapal fyrir það verð sem bi-wire kapall kostar og að þar sé sama betrumbæting, ef ekki meiri, í höfn.

Ég veit að tiltölulega stór hluti þeirra sem koma á græju-áhugamálið eru rafeindavirkjar/rafvirkjar eða nemar í öðru hvoru. Þeir ættu að skilja vísindalega forsendur fyrirbærisins og ættu að geta frætt okkur hina hvort eitthvað er til í þessu. Einnig geri ég passlega ráð fyrir því að krappið hérna fyrir ofan verði vandlega leiðrétt af sama fólki því að varla hefur mér tekist að skilja þetta rétt úr þessu. Þetta fyrirbæri er hinsvegar óumdeilanlega stór hluti af HiFi menningunni í dag þar sem menn leitast stöðugt við að fá sem hlutlægast hljóð úr djönkinu sínu.

Þannig að ég tel mig hafa stofnað til áhugaverðrar umræðu og vonandi verður enginn hræddur við að tjá sig fyrst að fyrsti ræðumaður gerði sig hvort eð er að fífli með því að ráðast á efni sem hann skilur ekki.

Góðar stundir
Drengur og börn