Þetta er hinn vinsæli Spánverji Miguel Angel Jiménez. Hann sigraði um þessa helgi Turespaña Mallorca Classic mótið eftir að hafa unnið upp 5 högg með frábærum lokahring. Þetta var 7. sigur hans á European Tour en sá fyrsti í 4 ár.
Tiger Woods vann Buick Invitational mótið með fjórum höggum. Þetta var fyrsta mótið eftir hnéaðgerðina og hann fann eiginlega ekkert til í hnénu og náði að leika frábært golf að undanskildum fyrsta hringnum, það er því augljóst að sigurganga Ernie Els fer bráðum að stopp, allaveg ef hann er að keppa í sama móti og Tiger.