Þetta eru þær Michelle Wie og Grace Park. Grace Park vann um helgina fyrsta stórmót kvenna og Michelle Wie var best áhugamanna, endaði í 4. sæti aðeins 14 ára gömul!
Jæja þá lét ég loksins verða af því að fá mér Titleist brautartré. Ég ætlaði að kaupa það í Bandraríkjunum, en þar sem það var útsala í Hole in One þá fékk ég það þar, þetta er 980F 15° og með Titleist 4375 regular skaptinu, gripurinn kostaði 23.000 krónur, en þess má geta að það kostar án afsláttar 30.000 krónur í Nevada Bob.