Þetta er Ben Curtis. Myndin er tekin á lokahring British Open nú í ár. Ben Curtis kom öllum á óvart og sigraði, hans fyrst mót fyrir utan USA og hans fyrsta mót á “links” velli.
Hér sjáum við nýja pútterinn frá Macgregor og ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki eyða 210 dölum í þennan grip. Engu að síður þá heitir hann MacGregor V-FOIL MOI og er hannaður af Bobby Grace. Hann er sagður koma fljótlega í verslanir og verður sennilega frekar dýr fyrst hann kostar þetta mikið hjá netversluninni Edwin Watts.