Smá kennsla Til að ná verulegum framförum í golfi þarf að skipuleggja tímann sem notaður er til golfiðkunar vel. Vissulega ræður metnaður hvers og eins hversu mikill tími fer í æfingar, en ef þú ert ákveðinn í að ná betri árangri og lækka forgjöfina til muna, þá þarftu e.t.v. að huga betur að því hvernig þú skiptir tíma þínum í golfleik á golfvelli annars vegar og æfingar á æfingasvæði hins vegar. Það er ljóst að æfingarsvæðið er kjörinn staður til að treysta í sessi tækniatriði sveiflunnar og auka sjálfstraust og hæfni í stutta spilinu.

Rannsóknir hafa sýnt að stutta spilið, þ.e.a.s. öll högg innan við 100 metra, sé mikilvægasti hlekkurinn í golfleiknum. Í flestum tilvikum mun heildarskorið og forgjöfin lækka ef þú bætir þennan hluta leiksins og ætti því að miða æfingaráætlanir við það að meirihluti æfingtímans, 2/3, sé varið í stutta spilið.

Hér fyrir neðan finnur þú slóðir með æfingaráætlunum sem hjálpa þér vonandi að nýta æfingatíma þinn betur. Þessar æfingaáætlanir eru sniðnar með það fyrir augum að skemmtilegt sé að framkvæma þær og að notandinn setji sér ákveðin markmið og þjálfi þannig keppnisskap og einbeiting.

Golfskóli Úrvals Útsýnar á Spáni
Vorgolf - nokkur atriði sem hafa ber í huga.
Skjótari framfarir með skipulögðum æfingum
Líkamleg uppbygging kylfinga – Brynjólfur Einar Sigmarsson
Æfðu markvisst með æfingaáætlun
Golf á haustdögum
Skipulagning æfingatímans
Leiktu markvissan æfingahring, eftir Jón Karlsson
Hér geturðu nálgast safn af æfingáætlunum



Metnaðarfullir íslenskir kylfingar gera sér grein fyrir því að til að ná skjótari framförum og hámarksárangri er nauðsynlegt að stunda golfíþróttina allt árið um kring. Það á ekki að skipta neinu máli þótt golfvellirnir séu huldir snjó og langur tími sé þar til græna grasið láti sjá sig á ný, því áhugasamir og metnaðarfullir kylfingar finna alltaf leiðir til að æfa og undirbúa sig tímanlega fyrir komandi vertíð. Fyrir áhugakylfinginn skiptir það einnig miklu máli að viðhalda félagatengslunum yfir veturinn með því að fara reglulega og æfa sveifluna innanhús eða hitta félagana í golfhermi.

Hér fyrir neðan má finna dæmi um þá þætti sem þarf að hafa í huga við skipulagningu vetrargolfæfinga ásamt lýsingu á innanhússaðstöðu sem vel hentar við framkvæmd tækni- og líkamsæfinga fyrir kylfinga. Allir kylfingar ættu að tileinka sér inniæfingar yfir veturinn, hvort sem um er að ræða ungling sem stefnir á atvinnumennsku í golfi eða helgargolfleikara. Það er undir metnaði hvers og eins komið hversu miklum tíma er varið í innanhúss golf- og líkamsæfingar.

Það er alveg ljóst að það kemur ekkert í staðinn fyrir að spila golf úti á grænum golfvellinum, en með skipulögðum og jafnframt skemmtilegum vetraræfingum þá mun skorið og forgjöfin án efa lækka verulega þegar vorar á ný.

Viðbót við æfingaraðstöðu Sporthússins
Æfing stutta spilsins yfir vetrartímann
Líkamsþjálfun kylfinga yfir vetrartímann
Æfing golfsveiflunnar yfir vetrartímann
Púttaðstaða Sporthússins
Æfingarsvæði Sporthússins
Golfhermar Sporthússins
Líkamsræktaraðstaða Sporthússins



Óhætt er að segja að útfærslur golfsveiflunnar séu jafn margar og kylfingarnir. Allmargir kylfingar hafa náð metorðum í íþróttinni þrátt fyrir vægast sagt óhefðbundinn sveiflustíl. Þeir hafa jafnvel of sterkt eða of veikt grip, sveifla kylfunni of flatt eða of hátt, en hafa þó náð góðum árangri sökum mikils dugnaðar við æfingar. Þá búa þeir yfir góðu hugarfari og oftar en ekki mikilli leikni í stutta spilinu. En ef við fylgjumst með góðum kylfingum, hvort sem þeir eru með fallegar og tæknilega réttar golfsveiflur eða ekki, þá tökum við eftir því að þessir kylfingar eiga a.m.k. tvennt sameiginlegt: gott jafnvægi og góðan takt (rythma). Þessa tvo þætti ættu allir kylfingar að hafa að leiðarljósi, því það mun einnig hjálpa við að bæta tækniatriði sveiflunnar.

Við hvetjum kylfinga til að læra og tileinka sér réttu aðferðirnar við að sveifla golfkylfunni. Auðveldara verður að sveifla golfkylfunni rétt ef grunnurinn, þ.e. gripið, staða bolta, og líkamsstaða séu réttur. Ef þessi atriði eru rétt aukast líkurnar á því að þú náir að sveifla kylfunni rétt í boltann og ná þannig betri árangri og ánægju út úr leiknum. Við mælum eindregið með að þú farir reglulega til IPGA golfkennara sem getur hjálpað þér að bæta golfsveifluna og stutta spilið.






Árið 2002 hitti Tiger Woods flestar flatir í réttu höggi (regulation) af öllum keppendum á bandarísku mótaröðinni, að meðaltali u.þ.b. 13 af 18. Það þýðir að Tiger þurfti um 5 sinnum að jafnaði að treysta á stutta spilið til að bjarga parinu. Og þegar við sjáum að meðalskor hans er að jafnaði um 3 undir pari á hring, þá er okkur óhætt að halda því fram að vippin og púttin hjá honum séu framúrskarandi.

Meðalkylfingur þarf mun oftar að reiða sig á stutta spilið til að bjarga pari og jafnvel skolla eða verra. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að lækka meðalskorið og forgjöfina er að skerpa nákvæmnina í stutta spilinu. Þess vegna skaltu verja um 33% af æfingatímanum í að æfa högg í kringum flatir.

Aðstæður sem kylfingar geta lent í við flatirnar eru óendanlegar. Þess vegna er gott ímyndunarafl og hæfileiki til að framkvæma mismunandi högg mikill kostur. Hér fyrir neðan munt þú finna margar góðar og skemmtilegar æfingar og leiki sem hjálpa þér að ná betri tökum á vippunum.




Að pútta er einfalt. Tækniatriði sem hugsa þarf um eru fá, strokan er stutt og pútterinn er þannig gerður að boltinn einfaldlega rúllar í átt að holu og jafnvel ofan í, að lokum að minnsta kosti. Þrátt fyrir einfaldleikann er ekki hægt að segja að pútt séu auðveld og hefur mörgum reynst það mikil þraut að koma boltanum í holu jafnvel þótt færið sé stutt. Það er þó óhætt að segja að pútthluti leiksins sé gjörólíkur öllum öðrum þáttum hans og hafa frægir kylfingar jafnvel gengið svo langt að halda því fram að pútt ættu alls ekki að vera hluti af golfi. Sem betur fer er þó ekki svo, því án þess að pútta boltanum í holu fæst ekki skor á brautina.

Mikilvægi þess að ná mikilli leikni í púttum er ótvírætt því u.þ.b. 40% af heildarskori kylfings á sér stað á flötunum. Færni í púttum getur því skorið á milli miðlungskylfings og afburðakylfings, sigurs á móti eða meðalárangurs. Pútt hafa einnig mikil áhrif á hugarfarið og sjálfstraustið. Að missa í sífellu stutt pútt veldur oft neikvæðu hugarfari sem reynist erfitt að gleyma áður en teighögg á næstu braut er slegið. Þú ættir því alls ekki að vanmeta mikilvægi pútta, heldur verja drjúgum hluta æfingatímans, a.m.k. 33%, í að æfa púttin.

Þegar við berum saman pútttækni hjá bestu kylfingum heims sjáum við að aðferðirnar eru oft mjög mismunandi. Kylfingar geta vissulega leyft sér ýmsar frjálslegar aðferðir við að pútta, sbr. óhefðbundnar aðferðir við að grípa um pútterinn, langur pútter ofl. Samt sem áður eiga góðir púttarar margt sameiginlegt þegar grundvallaratriðin eru skoðuð, s.s. líkamstöðu, staðsetningu bolta og feril pútters í strokunni.

Eftirfarandi slóðir vísa þér á æfingar og leiki sem hjálpa þér að ná betri tökum á pútttækninni og að auki öðlast meira sjálfstraust í púttunum þegar mikið liggur við.
Fisksalinn Ottó