Ég veit að þetta er skrítið og hef aldrei trúað þessu að menn hafi aldrei lent á Tunglinu.

Þannig var að ég var að sjá þátt þar sem vísindamenn halda því fram að maðurinn hafi aldrei lent á Tunglinu.

Hér koma nokkrir sanfærandi punktar

*Myndirnar sem voru teknar þarna geta ekki verið raunverulegar. Því að speglunin af sóluni er ekki rétt.

Það var mynd tekin á móti sólu, þetta var mynd af einum geimfaranum. Hann snéri baki í sólina og á myndini sést að í glerinu sést greinilega hvert einasta smáatriði sem var fyir framan geimfaran.

Það var viðtal við mannin sem hannaði myndavélarnar á geimbúningana og hann sagði að ekkert flass hafi verið á myndavélonum

*Sagt er að engin vindur þrífist á Tunglinu og á video upptökum sást Bandaríski fáninn flagga eins og það sé smá vindur

*Þegar geimfaranir fóru í gönguferð um tunglið þá kom eitt mjög sanfærandi. Þegar þeir voru búnir að ferðast þrjá kílómetra þá komu þeir niður brekku. En þessi mynd er sami staður og þeir lentu á. Þegar myndirnar voru bornar saman þá var þetta alveg eins staður.

*Svo var vitnað í hvers vegna Bandaríkjamenn hafi gert þetta. Þetta var í kalda stríðinu og kapphlaupið stóð sem hæst. Rússar búnir að senda mann uppí geim og Bandaríkjamenn urðu að gera eithvað til þess að vera Rússum hærri.

En í kring um jörðina (eithvað hátt uppi) er geislavirkt belti sem er þúsundir kílómetra langt. Ekki væri hægt að vernda geimfarana fyrir þessu nema að setja meters þykkan blí kubb utan yfir geimskipið og það yrið aldrei hægt.

Vísindamennirnir sögðu að þetta hafi verið sviðsett á bannsvæði 51 í Bandaríkjonum. T.d. Ef þú kæmir þangað með einhverja spurningu yrðir þú drepin(n) á viðvörunar.

Þið verðið bara að sjá þennan þátt og sjá þetta sjálf því það er svo mikið þarna sem maður verður að sjá á videoi.

Ég veit vel að sennilega enginn trúi þessu sem ég er að segja en þetta er svo sannfærandi rök sem þeir koma með í þessum þætti að
það er ekki eðlilegt. Þetta er allt eru rök sem NASA geta ekki svarað og vilja það ekki.
——–