Ég er nýlega búinn að hlaða niður <a href="http://setiathome.ssl.berkeley.edu“>SETi@home</A> forritini frá heimasíðu seti og er mjög ánægður með það.

Núna hljóta margir að vera að spurja sig, hvað er seti@home?
S.E.T.I. stendur fyrir ”Search for Extraterrestrial Intelligence“ og þar leita menn að geimverum eins og nafnið bendir til, SETI var stofnunin sem Judi Foster vann fyrir í kvikmyndinni Contact.
Seti@home virkar þannig að þú getur sett það upp sem skjásvæfu eða látið það keira stöðugt í bakgunni þar sem það tekur við útvarpsmerkjum frá fjarlægum stjörnum og greinir þau, og reynir að finna ákveðin munstur sem geta verið frá öðrum siðmenningum (Litlu grænu kallarnir).

Það finnst eflaust mörgum óþægilegt að vera að keira forrit sem ”tekur yfir“ tölvuna þeirra í einhverja leit af geimverum.
Sjálfur er ég búinn að nota það í eina viku og líkar það bara ágætlega, það fer í gang þegar ég bregð mér frá tölvunni og slekkur á sér þegar ég kem aftur. Einnig er hægt að stilla það þannig að það keiri alltaf í bakgrunni en það gæti hægt á örgjöfavinnslu.

Spurningar og svör:

Q.Hvar fæ ég þetta?

A.Á <A HREF=”http://setiathome.ssl.berkeley.edu/">Þessari</A> síðu. ef tengillin virkar ekki er slóðin:http://setiathome.ssl.berkeley.edu/

Q. Ég er á ADSL og borga fyrir utanlandsflutning, hvað tekur þetta mikið?

A.u.þ.b. 350kb á 2 daga fresti, miðað við venjulega vinnslu ef þú skildir 2Ghz tölvu eftir og létir hana vinna með þetta tæki það svona 6 tíma að melta þessi 0.3mb

Q.Hvað eru margir í þessu

A. u.þ.b. 3.5 miljónir talva þar á meðal tæknival og mörg íslensk fyrirtæki

Að lokum má taka það fram að forritið er til fyrir Windows, Linux, maxos9 og OSX einnig er hægt að fá DOS útgáfu ýmsar UNIX og BSD útgáfur.
Ég hvet alla UFO/Geimáhugamenn að nota nú þann tíma sem fer til spillis á tölvunni ykkar til að finna ET, Til hvers að vera að eltast við Geimdiska þegar hægt er að finna plánetuna sem þeir eru smíðaðir á?

Ofurfluga