Space time
Í dag rakst ég á grein með titlinum “Einstein was right: space and time bend”. Í greininni er sagt frá að nýlegar rannsóknir sýna fram á að allar kenningar hanns um að “space time” beygist séu sannar.

Fyrir þá sem ekki vita hverjar þær kenningar eru skal ég útskýra þær. Isaac Newton útskýrði þyngdarafl sem kraftur sem virkar á milli massa. En einstein lagði til að í stað þess að þetta sé kraftur sé það þannig að massinn beygi eða curve-i “space time”.

Viðlíking sem er oft notuð er keilukúla(massi) sem liggur á trampólíni(sem væri þá spacetime) og trampólínið curvast niður þannig að aðrir hlutir falla að keilukúlunni, en ef þeir haldi nógu miklum hraða geta þeir haldið ákveðinni braut.

Þetta er í sjálfu sér mjög gölluð útskýring því keilkúlan beygir bara trampólínið útaf því að þyngdarafl hefur áhrif á hana. En ég er engan veginn að trúa þessari útskýringu því í fyrsta lagi: hvað er space-time? Efni? Ekkert? Bara eitthvað sem einhverjum datt í hug sem möguleg útskýring? Og svo auðvitað þetta með að þetta sé eins og trampólín, það er ekkert þyngdarafl í geimnum, ekkert upp né niður, hvers vegna ætti þá hluturinn að falla í eitthvað sem curvast?

Þensla alheimsins
Svo er þetta sem ég rakst á þegar ég fór að leita mér upplýsingar í sambandi við aðra grein sem var send hérna inn um þennslu alheimsins.

“space, rather than objects in a fixed ”space“ moving apart into ”emptiness“, it is the space that contains the objects which is itself changing. It is as if without objects themselves moving, space is somehow ”growing“ in between them.”

Hérna er þetta komið út í algjört rugl því augljóslega er það að plássið inn á milli stækki og að hlutirnir færist í sundur alveg nákvæmlega sami hluturinn.

Tími
Svo er þetta, að vísindamenn hafa verið að rannska með það að í hversu miklu þyngdarafli þú ert í og að ljós hafi áhrif á tímann. Þeir sendu mann upp í geiminn með atóm klukku og svo kom í ljós að hann var tveim mínútum eftir á. Þannig að “tíminn hreyfðist hægar hjá honum”. Fyrst myndi rökvís maður segja: “tíminn er ekki neitt ‘entity’ bara mælieining sem við notum. Eitthvað sem við skynjum” og svo myndi hann auðvitað aðhyllast því að þyngdaraflsmunurinn og ljós hafa áhrif á atómklukkuna en ekki tímann.


Ég segi bara er þetta bara algjört rugl? Getur einhver hér svarað fyrir það sem ég held að séu gallar í rökum hjá þessum vísindamönnum?