Svarthol og "alheimurinn".. Já, mig langaði að reyna að koma í gang smávegis umræðu hér, þetta áhugamál er alltof dautt.
En allavega, here it goes.

Ég var einhver tíman að tala við kunningja minn um stjörnur og svona (merkilegra dót en margir “töffarar” halda :)) og þegar ég var að segja honum frá svartholum datt mér allt í einu svolítið í hug.

Gæti verið að í hverju svartholi sé að finna eitt stykki “alheim”, so to speak..?

Svarthol, eins og flestir vita, voru einu sinni stjörnur, sem kláruðu allt eldsneyti sitt, stækkuðu rosalega mikið, og hafa það mikinn massa að þær falla saman (implode?) undan eigin þunga því þær geta einfaldlega ekki borið hann og mynda svarthol. Eða gat í geiminn.
Hafa þessar ex-stjörnur svo mikið aðdráttarafl að þær soga í sig allt sem aðdráttaraflið nær að festa klærnar í. Rífa plánetur og stjörnur í duft og éta það allt upp. (ef ég fer ekki alveg rétt með þessa lýsingu eða einhver vill bæta einhverju við tek ég því fagnandi )

En hvað verður um allt þetta efni?

Þann eina vetur sem ég lærði um stjörnur og slíkt sagði kennarinn allt sem svarthol gleypti yrði einfaldlega fyrir svo miklum þrýstingi að það þjappaðist bara saman í ekki neitt.

En er virkilega hægt að þjappa einhverju svo mikið saman að það sé alls ekki til lengur? Sumir myndu kannski taka það sem dæmi að stjörnurnar falli saman og séu því ekki til. En svartholið er, tæknilega séð, enn stjarnan.
Ég vil því segja að það sé ekki hægt í raun og veru og algerum sannleika að þjappa einhverju niður í ekki neitt.

Vegna þessa leyfi ég mér að halda að það gæti verið að allar þær plánetur og stjörnur sem svartholin gleypa í sig og efni úr geimnum og þessum sundruðu plánetum og stjörnum, þjappist einfaldlega svona ótrúlega mikið og verði svo að byggingarefni fyrir nýjar stjörnur og plánetur “á hinum endanum”.

Það passar meira að segja við kenninguna um miklahvell þar sem það myndar að sjálfsögðu gífurleg sprenging þegar stjarna fellur saman og myndar holu í geiminn.

Ég vil taka það fram að allt sem kemur hér á undan er skrifað samkvæmt minni eigin vitneskju (jú, eða vit ’leysu’ ef einhver veit betur) og ég vill ekki alhæfa neitt þar sem ég bý hvorki yfir tækni né peningum til að kanna þetta almennilega og sanna.

Takk fyrir.
Kveðja,