Þegar rætt er um geimverur eða UFO-fyrirbæri í fjölmiðlum hér á landi, eftir að “ljós á himni” hefur sést, kveður við dálítið annan tón en í bandarískri umræðu. Umræðustigið hér er ennþá; “Trúir þú á fljúgandi diska eður ei?”, eða jafnvel “Ertu eitthvað verri?”

Samt eru virtir vísindamenn okkar eins og Ari Trausti sem eru alþjóð okkar kunnugir sem geta fullyrt og hafa orðið vitni að fyrirbrygðum eins og urðarmánum, sem skyndilega birtast hvar sem er í okkar tilveru og hverfa svo jafn skyndilega og þeir birtust. Urðamánar er glóandi hnettir á stærð við handbolta og hafa þeir skotist inn um glugga á íbúðarhúsum og brætt sig í gegnum glerið. Hafa nokkur vitni sagt frá reynslu sinni er urðamáni birtist skyndilega um borð í farðþegaflugvél sem var stödd í um 20.000 feta hæð, skaust urðarmáninn eftir endilangri vélinni og hvarf svo án þess að valda neinum skaða á fólki eða flugvélinni.

Oft hefur fólk orðið vitni að þessum urðarmánum og tilkynnt það til yfirvalda sem fljúgandi furðuhlut eða utanjarðargeimskip.

Áður en ég legg þessa grein fram og hennar rök langar mig að vekja á máli að hafa opin huga, á huga varðandi vísindi og rök hér í þessari grein!

Munið að það er orðið frægt að Bob Dole lét þessi orð falla í september 1995, þegar hann gagnrýndi efnahagsstefnu Clintons: Þetta er eins og þegar flugherinn segir að UFO-fyrirbærin séu ekki til.“

Nú var nýlokið rannsókn ríkisendurskoðunar Bandaríkjaþings, US General Accounting Office, á svokölluðu Roswell-máli. Það er hið fræga mál, sem spannst út af hrapi framandi flygildis í Nýju-Mexíkó árið 1947.

Það var Þingamaður Nýju-Mexíkó, Steven Schiff ásamt fylkisstjóranum Diane Feinsteinsem, sem fór fram á þessa rannsókn. Næg ástæða þótti til þess að rannsaka málið en niðurstöðurnar frá 28 júlí 1995 voru að greinilega hefði mikilvægum hernaðarskjölyum verið eytt án leyfis til þess gerðra yfirvalda. Hernaðaryfirvöld gátu ekki skýrt hvers vegna?

En málið er og spurningin er enn þann daginn í dag, voru yfirvöld að hylma yfir eitthvað og ef svo er hvers vegna og af hverju svo klaufalega?

Er nokkur nær um það hverjir standa þarna að baki? Læknirinn Jesse Marcel, Jr. er sonur Jesse Marcel, Herforingjans sem varð sá sem leiddi alla atburði að Rosswell hrapinu.

Þann 13 apríl 1995 sagði hann frá fundi með Dick D'Amato árið 1991, en hann er meðlimur í bandaríska þjóðaröryggisráðinu. Í því viðurkenndi D'Amato að diskhrapið átti sér stað í Roswell og að lík framandi vera voru um borð. Hann sagði ennfremur, að nú ætti að opinbera UFO-raunveruleikann. Mjög sterkir ”Black-Arm“ - aðilar innan ríkiskerfisins hefði haldið þessu leyndu í nær 50 ár. Í spilinu væru einnig ótrúlegar ólöglegar fjáruppðhæðir. Öryggisráðið væri að reyna að finna út hverjir þetta séu.

Þrír þekktir menn, þeir Robert Dean, Dr.Greer og Gordon Cooper, ásamt fleiri vinna nú saman að verkefni, sem nefnist Stargate.

Þeir eru framalega í flokki manna, sem ætla sér að afhjúpa þetta mál fyrir bandarískan almenning. Hið Flókna UFO mál og hvernnig það væri leist varðandi hina kænsku eða hina leiðandi villukenningar bandarísku þjóð var næsta mál á dagskrá. Málið snýst m.a. um það hvernig finna megi flöt á því að 20 aðilar megi bera vitni fyrir þingnefndarrannsókn, en allir eru þeir bundnir þagnareiði um vitneskju sína vegna starfa að hermennsku.

Robert Dean er fyrrverandi herforingi, Army Officer. Hann kom til Íslands í Nóvember 1993. Hann sagði hér frá reynslu sinni, en hann starfaði hjá SHAPE, NATO miðstöðinni við París. Robert Dean hafði mjög mikla reynslu frá starfi sínu varðandi varnir Evrópu! Hann hafði mikla reynslu varðandi vinnu sína hjá SHAPE sem er eins og þið vitið einn af varnarliðum Evrópu gagnvart NATO.

Hann sagði okkur frá störfum sínum sem hann hafði unnið við SHAPE - NATO miðstöðinni við París á árunum 1967 til 1976.

Það sem hann sagði að leyniskýrslur þar sögðu m.a. að UFO fyrirbærin séu utanjarðargeimskip. En undanfari þessara upplýsinga var að í febrúar 1961 var nær skollin á kjarnorkustyrjöld vegna mikils flugflota ókunnra farartækja sem flaug frá Sovétríkjunum. Robert Dean hefur nú safnað þessum 20 manna flokki, sem allir hafa beina reynslu af UFO-fyrirbærunum.

Þetta eru geimfarar frá NASA, og eins rússneskir geimfarar sem hafa verið vitni af þessum hlutum. Eins hefur Robert Dean safnað saman fyrrverandi leyniþjónustumönnum. Robert Dean safnaði sérstaklega mönnum sem tóku þátt í að því að hreinsa upp eftir UFO-hröp.
Robert Dean valdi einnig hershöfðingja og flotaforinga í vitnaleiðslur sínar sem höfðu hreinsað upp eftir UFO-diskahröp. En þeir allir voru tilbúnir að að bera vitni fyrir þingnefndinni.

Dr. Steven Greer er yfirmaður CSETI, en það er nefnd, sem stendur að rannsóknum á utanjarðar vitsmunum. Hann hefur verið í sambandi við Dr. Gibbons, sem er vísindaráðgjafi Hvíta Hússins, um allt það sem hann veit um UFO - Málin.

Tenglar tveggja njósnastofnana hafa upplýst Dr. Greer um það, að sérstakar deildir innan herstofnana hafi verið að nota nýja leynda tækni, á einskonar ”stjörnustríðs" nótum, til þess að reyna að skjóta niður UFO- fyrirbæri. Þeir hafa þannig skotið niður tvo diska á tveimur árum.

Dr. Greer segir einnig, að háttsettu fólki í stjórnun þjóðlanda, hermála og njósnastofnana vítt og breitt um heiminn, sé haldið utan við allar þessar upplýsingar.


Fjölmargir og heimskunnir menn hafa sagt frá reynslu sinni varðandi UFO - fyrirbærin.

Árið 1973 varð ríkisstjóri Georgíufylkis vitni að því er UFO diskur flaug framhjá húsinu hans þar sem hann var fullt hús af gestum. Þau voru öll úti á veröndinni og skyndilega sáu þau fljúgandi furðuhlut sem að þeirra sögn var á stærð við tunglið, séð frá þeim. Hluturinn skipti litum nokkrum sinnum, úr rauðu í grænt, en hvarf svo. Þessi furðusýn kom ekki í veg fyrir að Jimmi Carter hæfist upp metorðastigann og yrði forseti Bandaríkjanna. Carter varð fyrir miklum áhrifum af þessari reynslu sinni og eyddi í forseta tíð sinni hvorki meira né minna en tuttugu milljón dollurum í rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum!

Gordon Cooper er geimfari sem hefur nú loks rofið þögnina. Í aprílmánuði 1995 sagði Cooper frá því að árið 1957 hafi hann séð filmu, er sýni lendingu geimfars á flugvellinum Edwards Air Force Base. Eftir það var filman send til Washington en eins og margar aðrar slíkar, meðal annars frá Íslandi 1973, fannst hún ekki síðan. Cooper vinnur nú með kvikmyndagerðarmönnum, Jackie Dunn frá Írlandi og sam Shermann frá Bandaríkjunum.
Þeir eru að gera mjög ýtarlegar myndir um UFO málið.

Í þeim segir Cooper að hann hafi kynnst úrvinnslu utanjarðartækni í einkageiranum. Ennfremur að hann hafi þekkt mann persónulega sem sá lík geimverana frá Roswell-slysinu 1947. Í Hvíta húsinu eru menn lítið ánægðir með upplýsingarnar frá CIA um þessi mál, þar sem þeim upplýsingum sem vísindaráðgjafinn Dr. Gibbons hefur náð í, ber ekki saman við þær. Aðili sem vinnur hjá UFO-deild CIA hefur upplýst að sumir forsetar Bandaríkjanna hafi láti taka upp mismunandi upptökur um UFO og geimverulendingar, ef ske kynni….

En þetta er en ekki sannað í dag það er að þétta séu geimverur frá öðrum hnöttum eða bara alherjar hrekkur. Það er heilmikill markaður í kringum þetta UFO fyrirbæri og þess vegna vil ég setja stórt spurningamerki við þetta allt saman. Samt varð ég sjálfur vitni eitt sinn af óútskúrðum hlut á himninum. Hann var ekki þessi “týpiski” diskur heldur var þetta þríhyrntur silfurlytaður hlutur sem flaug á ógnarhraða yfir himinhvolfið.

Evrópuþingið setti einnig að stað rannsókn á sambærilegum þríhyrntum hlut sem flaug yfir Ermasund og staðfesti breskur aðmiráll að hluturinn sást á flugi. Það leikur engin vafi á því að eitthvað gerðist. Belgíska varnarmálaráðuneytið er að kanna málið. Fylgst var með hlutnum í gegnum ratsjá. Þetta er mjög sannfærandi frásögn, sagði Hill-Nortton lávarður, aðmiráll í breska flotanum.
Atburðurinn átti sér stað þann 31. mars 1991 og sáu hermenn hlut fljúga á rúmlega 1600 kílómetra hraða yfir belgíu. Tvær F-16 orrustuþotur voru sendar á loft en þær voru ekki nógu hraðfleygar og misstu af furðuhlutnum í um átta kílómetra fjarlægð frá Dover í Bretlandi.

En oft er eins og UFO málin séu oft tískubólur sem skjóta upp kollinum í samfélaginu. En í dag og það er komið árið 2005 höfum við en engar haldærar sannanir fyrir tilveru þessara geimvera. Við verðum samt að líta á þá staðreynd á milljónir manna hafa séð þessi fyrirbæri og við getum ekki fullyrt að allir ljúgi eða hafa séð urðarmána, veðurtilraunarbelgi, flugvélar eða loftsteina.

Heimildir:
Byggt á grein úr Nexus og grein eftir Einar Þorsteinn úr Morgunblaðinu
Greinum úr Morgunblaðinu


Næstu greinar:
Auschwitz kafli IV
Er Miklahvells kenningin í Úlfakreppu?
Sönn Vísindi samræmast Biblíunni

Lecter


Ps.
Það hefur skapast vægast sagt undarlegt andrúmsloft inni á mínum heittelskaða huga undanfarna daga. Mín ósk er sú að rétta fram sáttarhönd mína til ykkar allra og að stríðsöxin fornfræga verði grafin. Ég bið ykkur öll afsökunar á kjánalegum tilsvörum mínum á köflum og mig hlakka til að geta deilt með ykkur míinum greinum og skoðanaskiptum í framtíðinni. En ég hvet ykkur samt að hafa frjáls og fordómalaus skoðanaskipti og án persónulegra andsvara.