Er það til eða eru það eintómar vangaveltur í okkur mönnunum?
Engar sannanir hafa komið í ljós ennþá svo að almenningur viti þannig að í augnablikinu, eru þetta vangaveltur.

Þess vegna, getur maður leyft sér að velta ýmsu fyrir sér í sambandi um geimverur, aðrar plánetur og auðvitað UFO.
Persónulega, þá trúi ég á það að það séu vitsmunaverur á öðrum hnöttum. Við mennirnir höfum gert ýmsar rannsóknir á öðrum plánetum og komist að ýmsu, sem endilega þarf ekki að vera satt.
Til dæmis það, að ekkert líf geti verið á plánetunni Venus þar sem hitastigið er um 400°C sökum gróðurhúsaáhrifa.
Þarf það endilega að vera? Hvað vitum við í raun um það, hvort að þar séu vitsmunaverur svo þróaðar að þær lifi í raun í þessum hita. Ekki allir lifa við sömu aðstæður, það má til dæmis vel sjá hér á jörðinni í þeim lífverum sem lifa í ákveðnu hitastigi og hreinlega deyja ef að sá hiti breytist.
Þess vegna gæti vel verið að líf sé í raun á Venus eða öðrum hnöttum.

Vita þá þessar geimverur af okkur? Ekki endilega.
Jú, sjáiði til… ef að þú tekur upp kíkir og lítur upp í geiminn þar sem þú sérð eina af plánetunum ert þú í raun að sjá aftur í tímann.
Ef að þú stæðir á Júpíter með kíkir og kíktir niður á jörðina myndir þú ekki sjá það sem væri að gerast núna heldur til dæmis aftur til Rómaveldis.
Gæti þá ekki verið að þær geimverur sem að ef til vill eru til viti ekki af okkur því að þær eru ekkert þróaðari en við og hafa ekki áttað sig á þessu ennþá?

Vangavelturnar geta haldið áfram endalaust, svo mikið bröltir um í mannshuganum sem alltaf er til í að rannsaka það hulda.
Hvað hvílir á þínum huga?