Um Vetrarbrautir Vetrarbraut er mjög margbrotið fyrirbæri. Í stuttu máli, þá eru vetrarbrautir, kerfi gífurlegs fjölda sóla.

Það var fyrst í byrjun 20. aldar þegar stjörnufræðingurinn Harlow Shapley komst að þeirri niðurstöðu að allur heimurinn væri í einni risastórri vetrarbraut, sem að við köllum núna Vetrarbrautina okkar, eða á ensku „The Milkyway“.

Löngu fyrir fæðingu Shapley’s, hafði þýski heimspekingurinn Immanuel Kant sett fram þá kenningu, að sólin væri í risavaxinni vetrarbraut en það væri líka aðrir „eyheimar“ allstaðar í heiminum. Þó að vetrarbrautin okkar sé svo stór að ljósið, er meira en 100.000 ár að fara í gegnum hana, þá er hún þó aðeins ein af grúanum, í risavaxinni mergð hins óendanlega alheims. Flestar vetrarbrautir skiptast í þrjá flokka.

Fyrsti flokkurinn mun vera sá algengasti, eða um 60 % allra vetrarbrauta, eru þyrilvetrarbrautir eða þyrilþokur. Andrómedu þokan, sem er á myndinni hér á forsíðunni, er þyrilþoka í rúmlega tveggja milljóna ljósára fjarlægð frá okkur. Vetrarbrautin okkar er einnig dæmi um þyrilvetrarbraut.

Annar flokkurinn er svokallaðar sporvöluvetrarbrautir. Þegar menn fundu fyrst vetrarbrautir af þessari gerð, voru þær eins og ílangar sporvölur í laginu, og af því draga þær nafn sitt. Ofast eru ílangar, en þær geta verið eins og kúlur í laginu, og jafn vel eins og flatar skífur, en hafa þá ekki þyrilarma. Í þessari tegund vetrarbrauta eru stjörnurnar oftast eldri en í öðrum gerðum, vegna þess að firnastór gas- og rykský eru sjaldséð í sporvöluvetrarbrautum.

Stjörnuþokur af þriðju tegundinni hafa enga sérstaka lögun og nefnast því óreglulegar þokur. Stóra og Litla Magellan-skýið eru óreglubundnar stjörnuþokur og eru einnig næstu nágrannar vetrarbrautar okkar í geimnum. Þessi tegund er miklu sjaldgæfari en hinar tvær, og hafa stjörnufræðingar séð nokkur hundruð óreglulegar þokur.

Vetrarbrautir er ekki kyrrstæðar. Heilar vetrarbrautir eru á ferð um geiminn, rétt eins og jörðin er á ferð um sólina og sólin er á ferð um vetrarbrautina. Alheimurinn er sífellt að þenjast út og vetrarbrautir fjarlægast hvor aðra með gífurlegum hraða. Stundum kemur fyrir að vetrarbrautir rekist saman, þó það sé vissulega nóg rúm fyrir þær allar.

Vetrarbrautinn okkar er eins og teinahjól í laginu, með mjög mjög þétta og þykka miðju, þar er nokkurs konar þykkildi. Langflestar eldri stjörnur Vetrabrautarinnar finnast í kjarnanum og þar í kring. Í þessum kjarna þyrpast stjörnur saman mörg þúsund sinnum þéttar en í þyrilörmunum. Þetta þykkildi í miðju vetrarbrautarinnar er rúmlega 20.000 ljósár í þvermál. Það sem hindrar okkur í að sjá þennan kjarna eru heit ský úr ryki og gasi. Talið er Vetrarbrautin sé um 100.000 ljósár í þvermál og rúmlega 15.000 ljósára þykk. Sólin okkar er rúmlega í einum þyrilarminum í teinahjólinu, rúmlega 30.000 þúsund ljósára fjarlægð frá þykkildinu í miðjunni. Sólin okkar á það sameiginlegt með mörgum stjörnum í þyrilörmunum, að vera ein af yngri stjörnunum í Vetrarbrautinni.

Ef Vetrarbrautin er séð frá hlið tekur maður eftir því að alla stjörnurnar ganga í sömu stefnu um miðju hennar. 200 milljón ár er sá tími sem það tekur sólina og reikistjörnur hennar að fara einn hring í kringum kjarna Vetrarbrautarinnar. Það rétt eins og það tekur jörðina 365 að fara einn hring í kringum sólina, bara það er mun styttri vegalengd, og tekur því mun styttri tíma.

Takk fyrir.
Kv, Dr.Evil