,,Það skiptir þá máli sem ég næ að bjarga'' Eitt sinn fór lítill drengur með afa sínum niður í fjöru. Þegar þeir komu þangað var fjaran full af krossfiskum sem voru að þorna upp í sólinni. Drengurinn stökk af stað og byrjaði að henda krossfiskunum í sjóinn. ,,Hvers vegna ertu að þessu drengur?’’ kallaði afi hans. ,,Þú veist þú munt aldrei ná að bjarga þeim öllum’’. Þá reis drengurinn upp úr krossfiskatínslunni og svaraði: ,,Það skiptir þá máli sem ég næ að bjarga.’’

Fékk þetta á www.dyravernd.is
,,Það skiptir þá máli sem ég næ að bjarga''