R.I.P. Steve Irwin Jæja, eins og margir eru búnir að frétta þá er legendið Steve Irwin, betur þekktur sem “Crocodile Hunter” dáinn. Sorgaratvikið átti sér stað stuttu eftir klukkann 11:00 þann 4. september þegar hann var stunginn af stingskötu af ströndum Port Douglas á Queensland í Ástralíu. Hann var 44 ára gamall og skilur eftir sig konu og 2 börn.

Hér eru nokkur meistaraverk um/eftir hann=

“The Crocodile Hunter: Collision Course
Animal Planet:
”Crocodile Hunter“
”Crocodiles & Controversy“
”The Croc Files“
”The Crocodile Hunter Diaries“
”New Breed Vets“ og
”Steve´s Last Adventure“

Þetta var maður sem mest allur heimurinn elskaði og honum verður væntanlega saknað. Hann þótti vænt um dýr og umhverfið og gerði allt sem hann gat til að bæta í því. En eins og málshátturinn segir ”Maður getur aðeins svindlað dauðann svo oft".
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”