Bróðir minn á tvo dverghamstra, YNDISLEGA SÆTA sem stökkva. Þeir eru svo fallegir og skrautlegir (þrílitir) :) Eins og er, eru þeir ekki í venjulegu búri heldur á botni kanínubúrs sem er búið að taka rimlana ofan af (gert til bráðabirgða því þeir eru svo litlir. Mér finnst svo merkilegt með einn fjöruga hamsturinn…honum tekst stundum að sleppa, en týnist aldrei, því hann fer alltaf á sama staðinn og sofnar þar, semsagt í skólatösku!!!! Við höfum nokkrum sinnum fundið hann þar sofandi :D Þvílíkt krútt. Hvernig fannst hann þar frá byrjun???? 'Otrúlegt! Ég vissi aldrei að maður gæti fundið svona pínulítið kríli aftur. Ég heyrði í hinum hamstrinum sem er rólegri týpan en svo heyrði ég eitthvað krafs frá öðrum stað og leitaði á hljóðið. þá var minn bara búinn að búa um sig og hamstraði með sér smá nesti í kinnarnar….ég hef ekki séð það sætara og dúllulegra hjá hamstri :) Það er eins og hann fái sér reglulega lautarferð :D