Þessi grein er þýdd af síðu Rabbit House Society, www.rabbit.org (þið komist á hana með því að ýta á linkinn Rabbit Cruelty Case á forsíðunni). Geriði það takiði þátt í að senda kurteisislega orðaðan e-mail á e-mailin sem eru gefin upp hérna neðst!Þann 10. febrúar sýndi stöð 2 CBS sjónvarpsstöðvarinnar í New York myndbrot sem sýndi fjölskyldu í Long Island misnota kanínur sem þau voru að ala til matar. Heimamyndbandið sýndi, meðal annars, kanínur lamdar í höfuðið með “karate chops”, þeim hent til fjölskylduhundsins sem var síðan hvattur til að elta þær og bíta um hálsinn á þeim, og að lokum var þeim haldið á afturfótunum og fláðar lifandi, meðan þær voru með fullri meðvitund og öskrandi af sársauka. Á meðan á öllu þessu stóð hlógu fjölskyldumeðlimirnir og skemmtu sér. Hægt er að lesa meira um þetta mál á: http://www.newsday.com/mynews/ny-licujo133129194feb13.s tory (ATHUGIÐ, lýsingin er myndræn)

Þó að kanínueldi til matar sé löglegt, þá er slík meðferð á kanínum sem sýnd er á þessu myndbandi augljóslega ólögleg og hræðilega grimmileg. Myndbandið sýndi til dæmis greinilega kanínu fláða lifandi. Staðaryfirvöld eru að skipuleggja ákæru á hendur einstaklinganna fyrir vægt afbrot (one count of misdemeanor cruelty).

Vinsamlega sendu kurteisislega orðað bréf til umdæmissaksóknara Suffolk sýslu (the District Attorney of Suffolk County) og biddu um að þessir einstaklingar verði kærðir fyrir alvarlegan glæp gagnvart dýrum (felony cruelty to animals) og biddu um hörðustu mögulega refsingu. Þörf er á að senda ákveðin skilaboð til almennings varðandi það að svona miskunnarleysi sé ekki liðið í siðmenntuðu samfélagi og að láta það viðgangast að þetta sé gert sér til skemmtunar eru verstu mögulegu skilaboð sem að við, sem samfélag, getum gefið.

LI Newsday, eitt stæsta dagblað þjóðarinnar skýrir frá því að einstaklingarnir hafi verið kærðir fyrir “one count of cruelty to animals”, afbrot sem í mesta lagi er hægt að refsa með eins árs fangelsisvist. Verið er að íhuga viðbótarákærur.

Vinsamlega hafið samband við:

Thomas J. Spota, District Attorney
Suffolk County District Attorney

Email: infoda@co.suffolk.ny.us
thomas.spota@co.suffolk.ny.us

Robert Gaffney, Suffolk County Executive
E-mail: robert.gaffney@co.suffolk.ny.us