Vegna mikilla umræðna hér á fuglaáhugamálinu um copy/paste eða ritstuld öðru nafni þá vil ég benda á að allt slíkt er stranglega bannað. Það er ritstuldur að copy-a grein af annari síðu þótt maður setji fyrir ofan eða neðan hvaðan greinin er tekin. Um heimildir gildir hins vegar annað. Ef þið t.d. semjið grein og takið heimildir (ath heimildir er eitthvað sem er stuðst við þegar greinin er skrifuð, ekki að taka eitthvað af annari síðu og skella því í sína grein) þá er það í lagi svo lengi sem greinin er eftir ykkur, ef þið getið heimildanna og ekkert copy-að frá öðrum síðum. Það er alltaf skemmtilegra að lesa grein sem einhver hefur samið sjálf/ur og lagt vinnu í:)
Ef þið takið texta upp úr bók verður að geta heimilda!
Við adminar getum ekki alltaf séð hvort um copy/paste greinar er að ræða en ef það er augljóst er þeim að sjálfsögðu eytt eða sendar á korkana.
Játs!