Agni Agni / Ungli litli er fyrsti ungi finkuparsins míns.
Veit svosem ekki kynið, en hefur alltaf fundist hann vera strákur svo ég kalla hann Agna :)
Hann fæddist 30. maí og er þessvegna ekki nema tæplega 3 vikna.
Hann er ótrúlega góður. Elskar að vera hjá manni :)
Mun trúlega halda honum bara. Tími engan veginn að láta hann.