Dísafugl 6 ára gamall til sölu.
Hann fer með búrinu sínu og dótinu.
Hann er taminn og bítur ekki og kemur yfirleitt á putta en stundum með smá óþreyju.
Hann kallar ekki hvern sem er ömmu sína og lætur fólk þurfa að hafa fyrir sér.
Samt yndislegur, flatuar nokkrar sérstakar línur, og blístrar á þig þegar þú skiptir um föt ;)
Hann elskar að fá að vera með að brjóta saman þvottinn og hjálpar til við það.
Einnig hefur hann gaman af því að þurrka af borðum með þér og fylgir þá og gerir
hljóð með tuskunni.
Dísan er ekki fyrir hvern sem er og eru þetta fuglar sem þurfa þolinmæði og aga.
Ef hann fær að stjórna þér þá nýtir hann sér það og verður einstaklega frekur.
Dísurnar þarf að þrífa, ss. sturta eða úða á, annars rykast þær, hann fer yfirleitt bara með í sturtu og sönglar þá með vatninu.

Hann fer ekki hvert sem er!

Ef þú hefur áhuga á þessm fugl þá geturð þú haft samband í skilaboðum eða á mail tuls169@hotmail.com. ATH! sendið með heimilisaðstæður, vinnu/skóla-“dagsskrá”, aldur og reynslu.
Svara ekki : “hvað kostar hann” eða “ég hef áhuga, hvar áttu heima” auglýsingum..

Ástæða fyrir því að hann þarf að fara er vegna þess að eigandinn er fluttur úr landi og ég hef nóg með mín dýr og mína vinnu og hef ekki nægann tíma í fyrir hann líka


Helst ekki senda mér hér því ég kíki ekki það oft inn hé