Drífandi er til sölu
Sú sem frátók hann hætti við svo hann er að leita að heimili :)
Drífandi er æðislegur fugl, stæðilegur og fallegur.
Hann er fæddur 13. október 2009 og er Grey á litinn.
Hér er mynd af töffaranum.
http://farm3.static.flickr.com/2432/4064152412_04d26a4fa6.jpg

Tekið af síðunni minni, www.sibru.bloggar.is - Nauðsynlegt að lesa

Við seljum Zebra finkuunga á 1500,- krónur með þeim skilyrðum að
unginn fari á gott og ábyrgt heimili þar sem við getum fengið að fylgjast
með unganum. Við tengjumst alltaf ungunum okkar og okkur þykir vænt
um að fá reglulega fréttir, myndir o.fl. Fólk getur skráð sig á biðlista hjá
okkur og fengið að frátaka unga, en ef viðkomandi hættir við unga vil ég
vera látin vita samstundis. Við látum ungana ekki yngri en fimm vikna gamla.
Áður en fólk kaupir sér finku frá okkur viljum við að viðkomandi sé búinn
að afla sér upplýsinga um Zebra finkur og þarfir þeirra. Ég setti inn grein
á síðuna um Zebra finkur sem væri t.d. gott að lesa. Ef svo leiðinlega vill
til að aðstöður breytast getum við alltaf tekið við unganum aftur.