hæ hæ ég á karlfinku og var að kaupa mér í mai kvenfinku sem var þá bara ungi, en mín spurning er sú, hvað líður langur tími hjá finkum ef hún var ungi þegar maður keypti hana, þangað til að kvenfinkan hefur áhuga að fara að búa til egg? Karlinn reynir að syngja fyrir hana en hún virðist þagga niður í honum og hefur engan áhuga á þessum ástarsöng hans. Átti sko aðra kvenfinku sem var alltaf að verpa og komu 2 sinnum ungar en þeir lifðu ekki nema einn dag eða svo. en sú finka var orðin svo gömul og dó þannig að ég varð að fá mér nýja svo að karlinn yrði ekki einmanna. Mig nefnilega langar svo í að ungarnir lifi hjá mér. En það koma engin egg ennþá. Samt búin að eiga hana síðan í mai og það er kominn júlí.