Ég á ástargauk sem nýlega uppgötvaði að honum finnst mjólk alveg SVAKALEGA góð! Ég leyfði honum einu sinni að drekka smá úr glasinu mínu og við erum að tala um að fuglinn svolgraði þessu í sig eins og enginn væri morgundagurinn… Ég leyfði honum ekki að fá meira eftir þennan gúlsopa því ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé gott fyrir hann.. Hvað segið þið?

Svo er annað… Hann er að verða 3ja ára og er sífellt að hömpast á hlutum hérna heima þannig ég og kærastinn minn erum að pæla í að kaupa kvenfugl handa honum.
Verður það einhverntímann of seint, þeas þarf að gera það áður en hann nær einhverjum ákveðnum aldri? Þarf kvenfuglinn að vera á sama aldri?
Hann er ROSALEGA gæfur og skemmtilegri fugl hef ég ekki kynnst …. verður hann minna gæfur eða leiðinlegur ef við fáum kvenfugl handa honum? Hefur einhver reynslu..