Mamma og pabbi áttu u.þ.b. 85 páfagauka,en seldu megnið af þeim.Einu sinni lét þau 2 páfagauka saman í búr,einn beit hann í hálsinn svo hinn dó.Svo þegar ég fæddist áttum við Lóu,sem var alveg yndisleg,og ég man vel eftir henni,en ég man líka eftir daginn sem hún dó.Köttur komst inn um nóttina,og klóraði hana.Daginn eftir var ég búin í baði,og var nýbúin að klæða mig og labba fram,þegar ég sá hana skjálfandi á stönginni blóðuga.Ég kallaði á pabba..hún dó skömmu eftir það.Svo nú,u.þ.b. 9 árum seinna eigum við fugl sem heitir Dúlli.Hann er rosalega fallegur og þegar hann er búinn að vera einn heima allan daginn,og heyrir hurðina opnast,“öskrar” hann voðalega mikið og hátt! En þegar við reynum að ná honum út,vill hann það ekki.Ástæðan held ég að sé,að það er mikið af nýjum vinum okkar sem koma í heimsókn,og vita ekki að það má ekki stríða Dúlla,og pikka í búrið hans,og sveifla rólunni hans o.fl.,hann gargar og enginn veit af hverju.Svo verður að passa ,auðvitað, þegar hann fer í bað að hafa vatnið ekki og heitt,og ekki of kalt.Þó þú hefur vatnið fínt,þá hnerrar hann samt.Hann er enn á lífi,og er mjög ungur.

-Ég elska fugla!