Ég er með gára hjón saman í búri og ég held að kellan sé eggjafull!!.
Ég er reyndar ekki með varpkassa því að hún er ennþá undir eins árs aldur.
Ég hef tekið eftir nokkrum einkennum.
T.d. er skíturinn hjá henni búinn að vera stór og skrítinn í nokkra daga!
Ég hleypti þeim út áðan og það er svona tveir metrar á milli búrsins og hurðarinnar sem þau byrja alltaf að fljúga upp á en hún náði ekki upp!…hún náði valla einum meter svo hún datt á gólfið og var alveg búin á eftir(móð).
Hún andaði bara eins og maður hafi verið í lélegu formi og að maður hafi verið að spretthlaupa nokkra metra. Svo reyndi hún aftur en komst ekki og datt aftur svo ég tók utan um hana og setti hana í búrið á uppáhalds staðinn sem er spegillinn.
Og hún sat bara þar lengi eftir að ná sér. En svo fór ég aðeins út í dýrabúðir til að spurja út í þetta og það kom sama svar “Hringdu bara í dýralækni það er örugglega best”
En ég vil eiginlega fyrst fá álit ykkar.
Ætti ég að kaupa varpkassa til öryggis…hún verður reyndar eins árs núna í ágúst og ég ætlaði að gefa henni varpkassa í afmælisgjöf;).
Annars þá verður þetta fyrsta varpið sem kemur hjá mér svo ég hef ekki mikið vit á þessu. Hef verið reyndar aðeins að lesa mig til um þetta. Og þessi einkeni hennar koma fram í bókunum.
Svo líka á meðan að ég man þá tók ég eftir því að hún hefur pínu lítið verið að fitna en reyndar hefur hún heldur ekki mikið flogið undanfarið þrátt fyrir að að geta ekki flogið svona hafi byrjað í dag.
En allavega þegar að ég kom heim úr dýrabúðinni þá var hún komin út úr búrinu og verið uppá hurðinni.
En núna situr hún reyndar og er að fá sér vatn. Fer so örugglega upp á uppáhalds staðinn.
Svo hef ég einnig verið að taka eftir því að hún er eiginlega hætt að garga og bara heyrist voðalega lítið í henni. Það er eiginlega bara kallinn sem gerir það. Og hún greip alltaf framm í fyrir hann en er hætt því.
Situr bara aumingjalega uppá stöng…ég er allavega orðin mjög áhyggjufull og vona eftir svari sem fyrst..ekki “Hringdu í dýralækni”
Er búin að fá það svar tvisvar sinnum frá þeim sem eiga að vita þetta.

Takk æðislega fyrirframm!
;)